Jólaminningar
16.12.2007 | 15:08
Magnað hversu margar og sterkar minningar tengjast jólunum.
Hér er ein.
Veit ekki hversu gömul ég var, grunar að ég hafi verið á þriðja ári. Sit á tandurhreinu eldhúsgólfinu, einhver af systkinum mínum sitja við eldhúsborðið, það er mikið í gangi, mikið af pappír, skrjáfi og skrafi. Einhver, ég held Þröstur, réttir mér skopparakringlu. Einhver segir: "Hvað ertu að gera, hún á að fá þetta í jólagjöf". "Skiptir engu máli, hún er svo lítil". Ég leik mér um stund að skopparakringlunni. Ekkert mál að skila henni svo til baka, ég veit ég á að fá hana í jólagjöf
Ályktun 1: Smábörn eru ekki eins vitlaus og við höldum.
Ályktun 2: Ég verð aldrei eins góð húsmóðir og mamma mín (eldhúsgólfið mitt er ALDREI tandurhreint).
Athugasemdir
afhverju er ég að fatta núna að þú sért til? Held við hljótum að vera skyldar
Jóna Á. Gísladóttir, 25.12.2007 kl. 22:08
Heh, var að sjá þetta núna Jóna! Já. Ég er viss um að við erum andlega skyldar. Finnst að ég eigi að þekkja þig.
Guðrún Jónsdóttir, 28.12.2007 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.