Þessi tími....

Er í senn heillandi og skelfilegur þegar maður er með einhverft barn.

 Vikan er búin að vera verulega strembin, það er fullt starf bara að fylgjast með því hvar börnin eiga að mæta með jólahúfur, sælgæti, kerti, pakka í pakkaskipti, æfing hér, tónleikar þar.

Á þriðjudaginn var Daníel búinn að taka 3 köst eftir að ég sótti hann á frístundaverið - var samt búinn að vera hjá systur minni í klukkutíma meðan ég fór á jólatónleika hjá Gústa. Síðan þurfti unglingurinn að fara á æfingu svo ég fer heim með Daníel og tók hann þar einmitt þriðja kastið yfir því að við gleymdum að kveikja á dagatalskertinu í gær.  "Það er ekki 17., það er 18! Við verðum að kaupa nýtt kerti og byrja upp á nýtt".  Sorgin er algerlega ósvikin yfir þessum ótrúlegu svikum heimsins.

Ákváðum þegar unglingurinn kom heim að fara bara út í sjoppu og kaupa hamborgara enda klukkan að verða 8.  Það gekk stórslysalaust eftir að ég sagði Daníel að ef hann myndi halda áfram að slökkva á ískælunum þá fengjum við ekki hamborgarana.

Þegar við fórum að borðinu að ná í borgarana rak hann augun í Kinder egg.  Upphófst mikil rekistefna, þræta, suða, biðja, semja.  Mamma var ósveigjanleg. Þó það væri hamborgaradagur væri ekki nammidagur.

 Litli maðurinn stillti sér upp og horfði á mig og spurði svo: "Viltu að ég fari að gráta einu sinni enn?"

 Stundum held ég að hann sé ekki einhverfur. Hann er bara að leika á okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð Gunna frænka   Alltaf jafn gaman að rekast á skyldmenni í bloggheiminum. Mun núna fylgjast með þér, en ég lofa engu um að ég verði alltaf dugleg að kvitta fyrir komu mína

Skil eftir slóðina á barnanetssíðunni hennar Rakelar - ég reyni að vera dugleg að setja inn myndir og fréttir. Þó sérstaklega fyrir mömmu svo hún geti montað sig í vinnunni  
Sendu mér endilega meil svo ég geti meilað lykilorðinu á þig til baka.
(kannski er mamma líka búin að segja þér frá síðunni og lykilorðinu ...)

Bestu kveðjur frá Akureyri - og gleðileg jól
Lára Kristín

Lára Kristín (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 17:15

2 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Búin að meila á þig Lára Kristín! Ömmusystirin (já ég fékk nýjan titil á árinu! ) vill endilega sjá fleiri krúsumyndir!

Guðrún Jónsdóttir, 21.12.2007 kl. 20:54

3 identicon

Annars finnst mér þessi titill "ömmusystir" alltaf gera konur doldið gamlar ! En ekki þig Gunna - þú lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 39

Lára Kristín (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 23:09

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe.. kannast við þær hugsanir. Hann er einhverfur - hann er ekki einhverfur - hann er einhverfur - hann er ekki....

vonandi eigið þið yndisleg jól. Í Eyjum?

Jóna Á. Gísladóttir, 25.12.2007 kl. 22:07

5 Smámynd: Halla Rut

Maður þarf að vera sterkur til að vera sterkur á svona stundum....

Bestu kveðjur. 

Halla Rut , 25.12.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband