Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Það sem upp á vantar...

Ég held að með Olweusar áætlunum sé farið að vinna ágætlega úr eineltismálum í grunnskólum landsins - þegar þau komast upp.  Kannanir sýna (a.m.k. hér) að dregið hefur úr einelti síðan farið var að vinna með Olweus.

Það sem upp á vantar og hefur gleymst... er að það þarf að hjálpa þeim sem lenda í einelti til að vinna úr þeirri reynslu. Það er ekki nóg að stöðva eineltið og svo eiga allir bara að vera vinir þar eftir.

Þeir sem verða fyrir einelti stríða við afleiðingar löngu eftir að því lýkur. Ef ekki er unnið úr því á réttan máta getur það haft mjög alvarlega hluti í för með sér.

Ég er hrædd um að þennan pakka vanti í áætlunina og hef verulegar áhyggjur af því.


mbl.is Ætlaði að pynta þau og drepa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem ekki má...

Það er margt sem mann langar að blogga um.  Af augljósum ástæðum gerir maður það ekki.

Ég reyni að stilla frásögnum af heimilisfólki í hóf. Vissulega hef ég sagt frá einhverfu stúfsins míns en reyni að gera það á hófstilltan hátt. Hann veit sjálfur að hann er einhverfur og við ræðum það oft að sumir þættir hegðunar hans og liðanar eigi rót sína í einhverfunni.

Mig myndi langa að segja sögu af slæmu einelti í grunnskóli en af tillitsemi við viðkomandi þolanda sem er mér vægast sagt mjög tengdur geri ég það ekki. En ég er á leiðinni að senda söguna til Ingu Baldurs.  Allir að styðja landssamtökin hennar http://ingabaldurs.blog.is/

Mig langar að svara fólki á blogginu sem fullyrðir að allir félagsráðgjafar og starfsmenn barnaverndarnefnda séu með hafragraut í heilastað. En ég er ekki í vinnunni núna svo ég geri það ekki.

Og af augljósum ástæðum tala ég ekki um vinnuna mína nema á mjög almennan máta.

Held að það sé ágætis vinnuregla að skrifa um það sem ég myndi án hiks tala um við kvöldverðarborðið en e.t.v. jafnvel pússa það dálítið til. Maður lætur kannski eitthvað flakka í þröngum hópi sem ekki á erindi á veraldarvefinn.

Vona að ég hafi ekki brotið þá reglu hingað til.

 Gústi minn er í Þorlákshöfn um helgina, á Landsmóti Lúðrasveita. Sakna hans, eins og alltaf þegar hann er í burtu. Ég vil hafa unglinginn minn heima um helgar. Eigingjarna mamma.


Mánudagslegur sunnudagur

Það er mánudagur í mér í dag.  Of margt ömurlegt í gangi til að þetta geti flokkast sem sunnudagur.

Veðrið er hundleiðinlegt en ég er að reyna að hemja neikvæðnina.  Unglingurinn minn er farinn að gera grín að mér. Í gær sagði hann: "Það eina sem er meira einkennandi við haustið en skólabyrjun, æfingapása í fótboltanum og vonda veðrið er þetta:  nöldrið í mömmu yfir veðrinu". Blush

Mér leiðist að þurfa að nota alla laugardaga og alla sunnudaga í að læra.  En ég á ekki aðra kosti.  Þó ég hafi leyfi yfirmanns til að stunda nám með vinnunni er svo brjálað að gera að ég hef engan möguleika að læra í vinnunni. Ég get því sáralítið verið með ormagormunum mínum, sendi þann litla til frænda síns í næstum allan dag á meðan unglingurinn tiplaði á tánum í kringum mig og baðst velvirðingar á því að yrða á grimma, annars hugar móður sína. Skyldi annars vera fræðilegur möguleiki á því að ná aðferðafræðikúrs á framhaldsstigi í Háskóla eingöngu með því að lesa námsefnið (fyrirlestrarnir eru ekki teknir upp Angry)? Og ekki langar mig að þvælast til Reykjavíkur í þessu veðurfari. Nei annars, Halo ekki nöldra yfir veðrinu. 

Allar myndirnar mínar frá þessu ári eru horfnar úr tölvunni og ég var ekki búin að senda þær í framköllun.  Allar myndirnar frá Kanarí, systkinamótinu í sumar, þjóðhátíðinni. Einu myndirnar sem eru eftir eru þær sem eru hér á bloggsíðunni.  Langar að skæla.

 

Mikið er lífið annars yndislegt.  Ég á þak yfir höfuðið og yndisleg börn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband