Ég er að velta fyrir mér.....
14.12.2007 | 16:08
... ef sonur minn fer nú að sýna erfiða hegðun sem rekja má til fötlunar hans, getur Grunnskóli Vestmannaeyja ákveðið að hann eigi ekki lengur rétt á skólavist þar, heldur eigi hann að fara í sérskóla? Á ég þá að senda hann með Herjólfi á morgnana og hann kemur til baka kl. 23.00 á kvöldin eða yrði fjölskyldan flutt nauðungarflutningi á höfuðborgarsvæðið?
Nei var bara svona að velta því fyrir mér hvað gæti verið framundan..... hvar liggja mörkin?
![]() |
Bærinn gat neitað stúlku um skólavist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Á ég að fara út í búð að hamstra?
3.12.2007 | 19:22
Herjólfur kemur í kvöld, fer svo upp á land í viðgerð á morgun og kemur í fyrsta lagi á föstudag. Við fáum líklega vörur á fimmtudag með Selfossi (nei ekki bæjarfélaginu innan Árborgarsvæðisins heldur skipi Eimskipa).
Á ég að fara út í búð og hamstra mjólk, brauð, djús og kartöflur?
Eða á ég að treysta því að Maggi Kristins reddi okkur með þyrlunni ef það sverfur hungur að íbúunum?
Nú hefðum við þurft að eiga nokkrar svona:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tjáningarþörfin tekur sig upp á ný....
2.12.2007 | 15:43
...bara af því að ég á að vera að lesa undir próf.... ungi litli með Söru Sjöfn liðveislunni sinni í sundi og bíó og nógur tími til að stúdera Bourdieu, Foucault og Sigrúnu Júl.
Hef verið að spá í einhverfunni. Ætli þetta sé ekki mögulega erfiðasta og jafnframt "besta" fötlunin sem barnið manns gæti verið haldið? Þetta er svo on-off dæmi eitthvað.
Hvernig getur staðið á því að gullfallegur, yndisblíður krakki sem stundum á sín ótrúlegustu heimspekipælingamóment getur snúist upp í óviðráðanlegan prakkara sem ræðst á önnur börn og kyssir þau eða jafnvel sleikir, sem fiktar í búðarkössum, slekkur á öllum tækjum sem hann kemst nálægt og opnar bílhurðina á ferð - af því að "ég verð að prófa!"?
Hvað í ósköpunum fer fram í höfðinu á litlum angalanga sem verður að fá að ráða en skilur ekki lógíkina í heiminum í kringum sig?
Hvaðan fær hann orku til að endast lengur en mamma sín í rökræðum um það að þúsund komi strax á eftir hundrað af því að þá bætist við næsta núll? Og af hverju kostar það svona ótal mörg tár og grátur að hafa rangt fyrir sér?
Hvernig á þér eftir að farnast litli gullmolinn minn, í þessum heimi sem byggður er fólki sem finnst að allir eigi að vera eins?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er ég orðin gömul :(
16.8.2007 | 19:22
Ég man það *næstum eins og gerst hefði í gær* þegar Elvis dó.
Man þegar systur mínar ræddu saman um það í hálfum hljóðum hvernig þær ættu að færa mömmu okkar sorgarfréttirnar.
Mamma var nefnilega Elvisaðdáandi nr. 1. Hann var tveimur árum yngri en hún.
![]() |
Þrjátíu ár frá andláti Elvis Presley |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki mér að kenna...
7.8.2007 | 21:14
... ég á ekkert í þessu. Ég á ekkert í þessum minniháttar skandölum og ég týndi engu. Og þó, undir mánudagsmorgun gleymdi ég einhvers staðar sjálflýsandi rörinu mínu, en það er hvort eð er örugglega hætt að lýsa núna. Ég missti meira að segja af dónalega stráknum í skotapilsinu sem ég las um í einhverju fréttaskotinu.
Það kenndi reyndar ýmissa grasa þegar við vorum að hreinsa dalinn. Ef einhver menntskælingur er enn að leita að dönskustílnum sínum þá verð ég að hryggja hann með því að ég henti honum í ruslið.
Þetta var annars einhver sú albesta og skemmtilegasta þjóðhátíð sem ég hef verið á (af 21 óendanlega skemmtilegum þjóðhátíðum). Að öllum öðrum ólöstuðum verð ég að hrósa þeim félögum Magna og Toby, sérstaklega fyrir það hvað þeir voru að skemmta sér vel sjálfir.
Takk fyrir þið öll sem skemmtuð ykkur bæði með mér og ásamt mér í dalnum :)
![]() |
Lögreglan í Eyjum sinnir eigendum tapaðra hluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vá....
31.7.2007 | 19:51
...hvað það verður gaman á Þjóðhátíð!
Vona að Ástralíubúinn þoli smá vætu........
![]() |
Húkkaraball með Magna og Toby |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svartur sunnudagur
29.7.2007 | 15:01
Dapurlegar fréttir á miðlunum í dag. Banaslys á Suðurlandi og morð í Reykjavík.
Það er ekki laust við að það fari um mann, ég á ungling sem er að keppa á fótboltamóti í Laugardalnum og skelfilegt að hugsa til þess að það gangi þarna laus ofbeldismaður með skotvopn.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur til hlutaðeigandi.
![]() |
Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Reykjavík er látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæsilegt!
27.7.2007 | 19:14
Ég hef fulla trú á að Bakkafjara verði góður kostur fyrir okkur. Nú verða þeir sem hæst hafa látið um göng bara að fara að sætta sig við þessa niðurstöðu og að við sameinumst um næsta framfaraskref sem er hálftíma sigling í stað 3 klst. volks.
Auðvitað verður einhvern tímann ófært en við búum einfaldlega á Íslandi og það á landsbyggðinni og það er eitthvað sem fylgir búsetunni, stundum er ófært yfir heiðar og hálsa og stundum er ófært á sjó.
Aðalmálið er að langir biðlistar í skipið og viðurstyggileg sjóveiki í hvert sinn sem gustar af suðvestan verður úr sögunni.
Vona bara að Herjólfur hangi saman í þrjú ár til viðbótar.
![]() |
Elliði: Þurfum að vinna sem best út frá þessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Svo er fólk hissa....
26.7.2007 | 10:30
... á því að maður sé lofthræddur. Óraunhæfur ótti hvað?
Vona að maðurinn nái sér sem fyrst.
![]() |
Haldið sofandi á gjörgæsludeild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mér líður eins og.....
24.7.2007 | 21:51
ég sé óhrein eða með gyðingastjörnu á arminum þegar ég les sumar moggabloggfærslurnar. Ég er mikið að velta því fyrir mér hvort ég hafi skrifað undir eitthvað afsal á réttindum til þátttöku í samfélaginu þegar ég flutti til Eyja. Ég man ekki eftir því. Ég stóð í þeirri trú að Vestmannaeyjar væru hluti af Íslandi og að mínir skattpeningar færu í sameiginlegan sjóð sem maður stundum fær eitthvað úr, oftar setur maður í.
En að fá framan í sig skolpgusur eins og komu frá samgönguráðuneytinu um daginn, að mínir skattpeningar séu minna virði en annarra landsmanna, við séum bara ekki með, það sé hægt að gefa í okkur skít þegar þeim sýnist.... ja það er ekki hægt að verða hissa þó almenningur grýti vesalingana þegar aðallinn gefur tóninn.
Sjálf fagna ég því ef hægt er að skúbba þessari gangnahugmynd út af borðinu næstu áratugina og að menn fari að einbeita sér að raunhæfari leiðum í samgöngubótum eins og Bakkafjöruhöfn og bættri Herjólfsleið.
En við eigum víst að sætta okkur við minna en ekkert.
![]() |
Álitamál hvort göng til Vestmannaeyja séu réttlætanleg" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)