Glæsilegt!

Ég hef fulla trú á að Bakkafjara verði góður kostur fyrir okkur.  Nú verða þeir sem hæst hafa látið um göng bara að fara að sætta sig við þessa niðurstöðu og að við sameinumst um næsta framfaraskref sem er hálftíma sigling í stað 3 klst. volks.

Auðvitað verður einhvern tímann ófært en við búum einfaldlega á Íslandi og það á landsbyggðinni og það er eitthvað sem fylgir búsetunni, stundum er ófært yfir heiðar og hálsa og stundum er ófært á sjó.

Aðalmálið er að langir biðlistar í skipið og viðurstyggileg sjóveiki í hvert sinn sem gustar af suðvestan verður úr sögunni.

Vona bara að Herjólfur hangi saman í þrjú ár til viðbótar.


mbl.is Elliði: Þurfum að vinna sem best út frá þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Lárusson

Það er tæknilega mögulegt, að gera höfn í Bakkafjöru.  En rekstrarkostnaðurinn á þvílíka mannvirki, í síkvikum sandinum er óskrifað blað.   Eða:  höfnin er möguleg, en enginn veit hvernig á að reka hana, eða hvað  það kostar.  Þá væri nær að fórna peningunum í eitt skipti, og gera annað hvort göng eða brú til Eyja.  BRÚ ?  já brú, þá yrði nokkrum aflögðum olíuborpöllum ( úr Norðursjó t.d.) komið fyrir milli lands og Eyja, og brúað á milli.  Hversu geggjað sem það hljómar, þá hafa verkfræðingar reiknað út, að þetta yrði mun ódýrara en göng, eða höfn í "Bakkabræðrafjöru".  Hvað kostar svo að hafa stórt skip endalaust að dandalast hálftómt milli lands og Eyja, nema rétt á álagstímum.  Er þetta ekki spurning um að reikna langtímakostnað ?

Njörður Lárusson, 27.7.2007 kl. 23:03

2 identicon

Höfn í Bakkafjöru er vel framkvæmanleg og sennilega skásti kosturinn (ath ekki endilega sá besti) í samgöngumálum Eyjamanna.  Oft kemur fram að best sé að fá hraðskreiðari ferju.  Herjólfur er 2:45 klst á leiðinni á sínum 15 hnútum.  Ferja sem gengur 20 hnúta er 2 klst á leiðinni.  Lítill gróði í því finnst mér miðað við að geta verið 30 mínútur upp á Bakkafjöru.  Að sjálfsögðu mun verða ófært þangað öðru hvoru, rétt eins og til Þorlákshafnar, en að sama skapi er líka fljótlegt að komast af stað aftur þegar lægir.  Það falla kannski bara niður ferðir hluta úr degi en oft fer Herjólfur ekkert af stað þegar slæmt er í sjó af suðvestan.  Ekki af því að skipið þolir það ekki, heldur af því að það þykir ekki ákjósanlegt að láta farþega velkjast um í yfir þrjár klst. sem slík ferð tekur.  Njörður spyr um kostnað við að láta stórt skip "dandalast hálftómt milli lands og Eyja".  Þegar ferðin tekur aðeins 30 mínútur þá er líka auðveldara að stýra fjölda ferða miðað við álag og eftirspurn.  Sveigjanleikinn verður mun meiri sem hlýtur að auka hagkvæmni í rekstri.

Birkir (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband