Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Vá....
31.7.2007 | 19:51
...hvað það verður gaman á Þjóðhátíð!
Vona að Ástralíubúinn þoli smá vætu........
Húkkaraball með Magna og Toby | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svartur sunnudagur
29.7.2007 | 15:01
Dapurlegar fréttir á miðlunum í dag. Banaslys á Suðurlandi og morð í Reykjavík.
Það er ekki laust við að það fari um mann, ég á ungling sem er að keppa á fótboltamóti í Laugardalnum og skelfilegt að hugsa til þess að það gangi þarna laus ofbeldismaður með skotvopn.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur til hlutaðeigandi.
Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Reykjavík er látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæsilegt!
27.7.2007 | 19:14
Ég hef fulla trú á að Bakkafjara verði góður kostur fyrir okkur. Nú verða þeir sem hæst hafa látið um göng bara að fara að sætta sig við þessa niðurstöðu og að við sameinumst um næsta framfaraskref sem er hálftíma sigling í stað 3 klst. volks.
Auðvitað verður einhvern tímann ófært en við búum einfaldlega á Íslandi og það á landsbyggðinni og það er eitthvað sem fylgir búsetunni, stundum er ófært yfir heiðar og hálsa og stundum er ófært á sjó.
Aðalmálið er að langir biðlistar í skipið og viðurstyggileg sjóveiki í hvert sinn sem gustar af suðvestan verður úr sögunni.
Vona bara að Herjólfur hangi saman í þrjú ár til viðbótar.
Elliði: Þurfum að vinna sem best út frá þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Svo er fólk hissa....
26.7.2007 | 10:30
... á því að maður sé lofthræddur. Óraunhæfur ótti hvað?
Vona að maðurinn nái sér sem fyrst.
Haldið sofandi á gjörgæsludeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mér líður eins og.....
24.7.2007 | 21:51
ég sé óhrein eða með gyðingastjörnu á arminum þegar ég les sumar moggabloggfærslurnar. Ég er mikið að velta því fyrir mér hvort ég hafi skrifað undir eitthvað afsal á réttindum til þátttöku í samfélaginu þegar ég flutti til Eyja. Ég man ekki eftir því. Ég stóð í þeirri trú að Vestmannaeyjar væru hluti af Íslandi og að mínir skattpeningar færu í sameiginlegan sjóð sem maður stundum fær eitthvað úr, oftar setur maður í.
En að fá framan í sig skolpgusur eins og komu frá samgönguráðuneytinu um daginn, að mínir skattpeningar séu minna virði en annarra landsmanna, við séum bara ekki með, það sé hægt að gefa í okkur skít þegar þeim sýnist.... ja það er ekki hægt að verða hissa þó almenningur grýti vesalingana þegar aðallinn gefur tóninn.
Sjálf fagna ég því ef hægt er að skúbba þessari gangnahugmynd út af borðinu næstu áratugina og að menn fari að einbeita sér að raunhæfari leiðum í samgöngubótum eins og Bakkafjöruhöfn og bættri Herjólfsleið.
En við eigum víst að sætta okkur við minna en ekkert.
Álitamál hvort göng til Vestmannaeyja séu réttlætanleg" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)