Fleiri kveðjuljóð til vinnufélaga -Kristín Jóna 1996
18.10.2008 | 17:39
Allmörg kvæði hafa orðið til við brottför vinnufélaga þau tæpu 17 ár sem ég hef starfað í Ráðhúsi Vestmannaeyja.
Þegar Kristín Jóna vinkona mín ákvað að flytja á suðvesturhornið átti ég mjög erfitt, ég var ekki bara að missa vinnufélaga heldur góða vinkonu í burt. Hún er enn vinkona mín en það verður að játast að samskiptin eru umtalsvert fátíðari. Ég sakna hennar ennþá alveg rosalega mikið.
Þetta ljóð er sungið við Eyjan mín bjarta (Gylfi Ægis).
Kveðjuljóð Kristínar Jónu
Kristín mín kæra við kyrjum þér söng
því kveðjustund kemur senn
við sakna munum þín síðkvöldin löng
er sumblum hér síðar starfsmenn
Við átt höfum saman yndisleg ár
við allskyns amstur og bras
Og öll við fellum nú yfir því tár
að heyr' aldrei í hádegi þras
Núna Guðni kokkur vel
getur byrlað oss í hel
ekkert vit við höfum á
hvort matinn borða má
Fyrst Þráinn sú frekja þig flytur á brott
þá finnst okkur hinum sko rétt
að senda hann til L.A. að meika það flott
en þú kemur aftur ólétt
Við treystum því vina og trúum á það
að togi þig Eyjarnar í
því Hrefna og Hera þær fóru af stað
en heim þó snéru á ný
Því að leyfi launalaust
þú að líkindum nú hlaust
og aftur snýrð því heim
þú fylgir hinum tveim
Kristín mín kæra, við kyrjum þér söng
því kveðjustund kemur senn
við sakna munum þín síðkvöldin löng
er sumblum hér síðar starfsmenn
Athugasemdir
Ó my god, ef þetta fékk ekki gæsahúðina fram á mér og stutt í tárin.
Ég hef einmitt undanfarið hugsað svo mikið til ykkar, hitti Önnu, Erlu og Magga á ráðstefnu um daginn og við vorum einmitt að tala um gamla tíma.
Ég sakna þín líka sko helling, og ég held að við verðum nú að fara að gera eitthvað í þessu. Hvernig væri að það yrði planaður hittingur í Eyjum og ég kæmi bara og við stelpurnar á Bæjó myndum fá okkur eitthvað gott að borða og kannski svolítið mikið hvítvín með.
Við gleymdum nefnilega að halda uppá (ekki rétt orðalag) 10 ára fjarveruafmælið mitt. Huh, huh huh.
Miss you baby
Kristín Jóna (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.