Sálnaveiđar

Hjá mér bönkuđu í dag tveir myndarlegir karlmenn, töluđu bjagađa íslensku og báđust velvirđingar á ţví.  Sögđust vera ađeins um skamma stund hér á eyjunni. Báđir voru međ svartar velktar bćkur í hendi, mikiđ lesnar biblíur.  Báđu mig um örfáar mínútur til ađ segja mér frá spádómunum sem vćru einmitt ađ rćtast um ţessar mundir eins og allir mega sjá og heyra.

Ég hummađi fram af mér, sagđist vera frekar bissí. Vottarnir (ţeir kynntu sig ekki sem votta Jehóva en báru ţađ međ sér) duttu ekki af baki heldur buđust til ađ sýna mér ritningarstađi í biblíunni svo ég gćti nú lesiđ sjálf.  Eins konar heimalćrdómur fyrir bissí húsmóđur í vesturbćnum. Ég hummađi ţađ fram af mér líka, međvituđ um ţá lífsreynslu mína ađ litlifingur í átt ađ Votta ţýđir allur handleggurinn nćstu vikurnar.  Hálfvegis skellti hurđinni á myndarlegar ásjónur ţeirra.

Armageddon er greinilega hafiđ og veriđ ađ safna saman síđustu villuráfandi iđrandi sálunum.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband