Sumarorlofsdútl

Ég ætti svo sannarlega að vera að nota tímann í eitthvað nytsamlegt núna. Ef ekki skúra eldhúsgólfið þá a.m.k. að fara í heimildaleit fyrir námið mitt.

En ég er bara í dútli og dúlleríi.

Þegar ég var unglingur (fyrir örfáum árum síðan) skrifaði ég oft niður lagatexta og reyndi jafnvel að snúa þeim á ástkæra ylhýra.  Ég tók smá syrpu í þessu áðan (hlýtur að vera nostalgían alræmda að verki). Var nefnilega að hlusta á þetta lag ásamt öðrum í Ipodinum á sunnudagsgöngutúrnum mínum. 

Sá sem "fattar upp á" úr hvaða lagi þetta er fær verðlaun.

Og ef ég sneri að þér skugganum?

Myndirðu samt faðma mig?

Í nótt?

Og ef ég hellti úr hjartanu

Sýndi þér veikleika mína

Hvað gerðir þú? 

Færir þú með fréttina í Séð og heyrt?

Tækirðu kannski krakkana og hyrfir greitt?

Brosandi með hluttekningu

hvíslandi á við 112?

Rækir þú mig í burtu?

Eða yrðum við áfram eitt?

Ég hélt ég ætti að segja hvað mér fyndist

Hélt ég ætti að rífa upp þessa hurð

Ég hélt á hnífnum, nötrandi

Var tilbúinn til þess ...en......

þá hringdi einmitt síminn

Ég lagði aldrei í þann lokaskurð

Koma svo, þið eigið að fatta þetta eins og skot!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Karlakórinn Heimir?

Þröstur Unnar, 17.8.2008 kl. 17:32

2 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Góð tilraun Þröstur   en... nee... gettu betur  (iss ég veit að þú veist þetta )

Guðrún Jónsdóttir, 17.8.2008 kl. 19:23

3 identicon

Bíddu, bíddu, er enginn að fatta þetta? ég er næstum því búin að fatta þetta

Adda (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 12:55

4 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Nei ég er orðin úrkula vonar. Þarf að fara að gefa vísbendingar.  

Hljómsveitin er í miklu uppáhaldi hjá mér og systkinum mínum en hefur ekki spilað sem slík í nokkur ár þó einstakir meðlimir hennar hafi sólóferilast.

Lagið er af síðustu plötu hljómsveitarinnar og ber nafn þeirrar plötu.

Guðrún Jónsdóttir, 20.8.2008 kl. 13:28

5 identicon

Er þetta Pink Floyd?

Sigga Gróa (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 14:48

6 identicon

Pink Floyd - The final cut.

Og hvað er svo í verðlaun?

Sigga Gróa (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 14:53

7 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

JEIJ, auðvitað vissi Sigga Gróa það, hún veit allt um mig

Í verðlaun er ..... ta ta ta......

..... 1 stk. reyktur lundi í hvíta tjaldinu á Golfgötu 6b á Þjóðhátíð 2009

Guðrún Jónsdóttir, 20.8.2008 kl. 15:11

8 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Já og ég ætlaði að setja inn upphaflega textann svona fyrir ykkur til að taka andköf yfir skáldasnilligáfu minni  

Það er reyndar bara síðari hlutinn sem um ræðir. Og textinn er skrifaður eftir minni, ég gæti alveg trúað því að Þorgeir eða Bjarni gætu leiðrétt mig

Through the fish eyed lense of tear stained eyesI can barely define the shape of this moment in timeAnd far from flying high in clear blue skiesI’m spiralling down to the hole in the ground where I hide If you negotiate the minefield in the driveAnd beat the dogs and cheat the cold electronic eyesAnd if you make it past the shotguns in the hallDial the combination, open the priestholeAnd if I’m in I’ll tell you (what’s behind the wall) There’s a kid who had a big hallucinationMaking love to girls in magazinesHe wonders if you’re sleeping with your new found faithCould anybody love himOr is it just a crazy dream? And if I show you my dark sideWill you still hold meTonight?And if I open my heart to youShow you my weak sideWhat would you do? Would you sell your story to Rolling StonesWould you take the children awayAnd leave me aloneAnd smile in reassurance as you whisper down the phoneWould you send me packingOr would you take me home? Thought I ought to bare my naked feelingsThought I ougth to tear the curtain downI held the blade in trembling handsPrepared to make it but...... just then the phone rangI never had the nerve to make the final cut

Guðrún Jónsdóttir, 20.8.2008 kl. 15:21

9 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Og þetta átti auðvitað ekki að koma svona í belg og biðu!
Through the fish eyed lense of tear stained eyes

I can barely define the shape of this moment in time

And far from flying high in clear blue skies

I’m spiralling down to the hole in the ground where I hide 

If you negotiate the minefield in the drive

And beat the dogs and cheat the cold electronic eyes

And if you make it past the shotguns in the hall

Dial the combination, open the priesthole

And if I’m in I’ll tell you (what’s behind the wall) 

There’s a kid who had a big hallucination

Making love to girls in magazines

He wonders if you’re sleeping with your new found faith

Could anybody love him

Or is it just a crazy dream? 

And if I show you my dark side

Will you still hold me

Tonight?

And if I open my heart to you

Show you my weak side

What would you do?

Would you sell your story to Rolling Stones

Would you take the children away

And leave me alone

And smile in reassurance

as you whisper down the phone

Would you send me packing

Or would you take me home? 

Thought I ought to bare my naked feelings

Thought I ougth to tear the curtain down

I held the blade in trembling hands

Prepared to make it but......

just then the phone rang

I never had the nerve to make the final cut

http://www.youtube.com/watch?v=-wzwF3upH-A

Guðrún Jónsdóttir, 20.8.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband