Nei það er ekki í lagi.

Ég efast ekkert um að það hafi tíðkast hér á öldum og árum áður að flengja börn. Og að mörg þeirra barna hafi orðið að góðu fólki.  En það var margt sem tíðkaðist hér áður fyrr. T.d. að pína "mat" eins og súran hræring og selkjöt ofan í börn eða svelta þau ella. 

Það var nokkuð viðtekin skoðun áður fyrr að það væri lítið tiltökumál að gefa frá sér börn.  Ef einhver í stórfjölskyldunni átti ekki barnaláni að fagna var gjarnan þrýstingur á barnmarga aðila innan fjölskyldunnar að gefa frá sér eitt af sínum börnum. Og það þótti hvorki nauðsynlegt né æskilegt að upplýsa viðkomandi barn fyrr en í fyrsta lagi á kynþroskaárunum - svona til að koma í veg fyrir "blóðskömm". 

Sorg barna var ekki viðurkennd. Það eru til margar sorglegar sögur um viðbrögð sem börn upplifðu frá umhverfinu þegar þau misstu foreldra eða systkini.  Þeim var sagt að hætta að væla og fara að leika sér. 

Í dag er 2008. Í dag vitum við betur. Og að blanda aga eða agaleysi og öðrum uppeldisaðferðum (eða skorti á þeim) inn í umræðuna er í besta falli villandi. Við eigum öll að þekkja heppilegri, betri og árangursríkari uppeldisaðferðir en flengingar.

Horfið aðeins á athöfnina flengingu. Ef meiningin er að refsa, hví endilega að meiða? Og ef á að meiða, því lemja á rassinn?  Og ef endilega á rassinn, hvers vegna á beran rassinn?  Reyniði að segja sjálfum ykkur að þetta sé ekki fyrst og fremst leið til niðurlægingar með kynferðislegum undirtóni (misnotkunar - þar sem börn eiga í hlut).

Ég trúi því vel að fullt af fólki hafi lifað af rassskellingar og sé hið besta fólk. En ég vil halda því fram að það hafi gerst þrátt fyrir flengingarnar, ekki vegna þeirra.


mbl.is Er í lagi að refsa börnum líkamlega?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei það á ekki að vera í lagi að refsa börnum líkamlega, né nokkurri annarri manneskju líkamlega gegn hennar vilja. Að bera olíu á og rasskella unga drengi (eins og sagt er frá í Fréttabl. í dag) er ekkert annað en kynferðisleg misnotkun í mínum huga. Mér finnst þetta vera viðbj.......    slóðin á fréttina er http://vefblod.visir.is/index.php?s=2293&p=60177

Beggi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Nákvæmlega.

Ertu búinn að lesa dóminn?  Það er eitthvað verulega mikið að þarna.

http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200800126&Domur=6&type=1&Serial=1&Words

Guðrún Jónsdóttir, 17.8.2008 kl. 17:12

3 identicon

Þetta er .............þú fyrirgefur orðalagið ........hrikalegt helv.                      Að einhverjum skuli leyft að yfirfara eigin perrahátt yfir á lítil börn. Skelfilegt að svona skuli viðgangast í Íslensku réttarkerfi.

Beggi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband