Snjór, snjór, snjór
2.3.2008 | 09:38
Ég er ekki að grínast, það er bálviðri í Vestmannaeyjum. Snjórinn nær hálfa leið upp með veggjum hússins okkar og við erum bókstaflega fennt inni. Og það geisar hríð úti. Ég fæ alveg flassbakk til barnæskunnar þegar skaflarnir náðu upp á þak og við lékum okkur að því að renna okkur af fjárhúsþakinu alla leið niður eða hoppa af hlöðuþakinu í næsta skafl. Bjuggum til snjóhallir og rangala. Kannski maður fari bara í snjógallann í dag og fari í byggingarframkvæmdir. Ef þessi hríð hættir einhvern tímann.
Sko ég er ekki að tala um Siglufjörð eða Dalvík. Ég á heima í Vestmannaeyjum. Þar sem festir aldrei snjó. Hvað er að ske?
Athugasemdir
Minnist þessa leiks okkar systir góð, með söknuði.
"Ske" er danska. Átt að skrifa "gerast"
kv.Þinn bróðir
Þröstur Unnar, 2.3.2008 kl. 19:16
Sko stóri bróðir, þetta er í lagi meðan maður notar ekki þátíðina (hvað skeði?)
Ég gekk í barndóm í gær með strákunum mínum. Ótrúlega gaman eins og sést á myndunum í albúminu.
Það var lika gaman þegar fjölskyldan rölti öll i vinnu og skóla í morgun. Lögðum af stað um hálfátta og allir komnir á sinn stað um 8.20. Aðalvandamálið að þurfa að víkja fyrir öllum þessum jeppum sem voru á ferð. Yndislegt veður í Vestmannaeyjum í dag, okkur vantar bara að losna við eitthvað af þessum snjó. Vantar ekki snjó á einhver skíðasvæði?
Guðrún Jónsdóttir, 3.3.2008 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.