Snjór, snjór, snjór

Ég er ekki að grínast, það er bálviðri í Vestmannaeyjum. Snjórinn nær hálfa leið upp með veggjum hússins okkar og við erum bókstaflega fennt inni. Og það geisar hríð úti. Ég fæ alveg flassbakk til barnæskunnar þegar skaflarnir náðu upp á þak og við lékum okkur að því að renna okkur af fjárhúsþakinu alla leið niður eða hoppa af hlöðuþakinu í næsta skafl. Bjuggum til snjóhallir og rangala. Kannski maður fari bara í snjógallann í dag og fari í byggingarframkvæmdir.  Ef þessi hríð hættir einhvern tímann.

 

Sko ég er ekki að tala um Siglufjörð eða Dalvík. Ég á heima í Vestmannaeyjum. Þar sem festir aldrei snjó.  Hvað er að ske?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Minnist þessa leiks okkar systir góð, með söknuði.

"Ske" er danska. Átt að skrifa "gerast"

kv.Þinn bróðir

Þröstur Unnar, 2.3.2008 kl. 19:16

2 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Sko stóri bróðir, þetta er í lagi meðan maður notar ekki þátíðina (hvað skeði?)

 Ég gekk í barndóm í gær með strákunum mínum. Ótrúlega gaman eins og sést á myndunum í albúminu. 

Það var lika gaman þegar fjölskyldan rölti öll i vinnu og skóla í morgun. Lögðum af stað um hálfátta og allir komnir á sinn stað um 8.20.  Aðalvandamálið að þurfa að víkja fyrir öllum þessum jeppum sem voru á ferð. Yndislegt veður í Vestmannaeyjum í dag, okkur vantar bara að losna við eitthvað af þessum snjó.  Vantar ekki snjó á einhver skíðasvæði?

Guðrún Jónsdóttir, 3.3.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband