Ég er að verða celebrity :)
22.2.2008 | 18:00
Sigrún mágkona "hörbó" náði mér aldeilis í síðustu færslu. Hún er alltaf að reyna að frelsa mig. Kannski maður slái til og reyni enn einu sinni að þræla í sig svo sem einum dunki af tei (síðasti rann út yfir síðasta söludag)
Annars er ég bara hress(ari) núna. Við húsbandið erum að fara að hitta skemmtilegasta fólk í heimi í kvöld - sunnudagaskólagengið (án gríns, já það er skemmtilegasta fólk í heimi). Borða góðan mat og hlusta á uppáhalds vínilplöturnar okkar. Eini gallinn er að það er svona þema. Maður á að vera einhver frægur. Ofboðslega frægur. Ég er búin að svitna yfir þessu alla vikuna og argast út í Guðrúnu Helgu skipuleggjara, eins og maður eigi einhverja celebrities búninga á lager?
En ákvörðun var tekin í skyndi í dag, ég ætla að brjóta gegn mínu innsta eðli og vera einhver sem er mjög ólík mér.
Ekki segja neinum. ....
En ég ætla að vera ....
nei, ekki Britney Spears........
Ég ætla að setja á mig svuntu og vera Betty Crocker
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.