Ert' ekki að djóka í mér?....
29.12.2007 | 20:17
Er nýjasti frasinn hjá litla gormi. Hann notar þetta samt ekkert í óhófi heldur bara á skemmtilega viðeigandi hátt ef hægt er að tala um viðeigandi hjá litlum 6 ára strák.
Í gær sagði ég honum að við værum að fara til Kanarí um páskana. Það var eins og ég hefði kveikt á gleðitilfinningasprengju, andlitið hans bókstaflega lýstist upp og svo kom þetta: "Ert' ekki að djóka í mér?" Ég svaraði; "nei, nei, þetta er alveg satt". Sá stutti varð alvarlegur í bragði og leit á mig og sagði: "Mamma, maður segir bara svona".
Hann á eftir að spjara sig þessi strákur.
Smá um flugelda.
Í fyrra var þetta skelfilegur tími, hann var alltaf svo hræddur við flugelda, og það við öll tækifæri. Áramót voru skelfileg, þrettándinn vonlaus, Þjóðhátíðin stórskemmd og meira að segja ekki hægt að fara á setningu Shellmótsins. Alls staðar þessi vondu flugeldar. Við römbuðum loks á það um síðustu þjóðhátíð að kaupa almennilegar heyrnarhlífar og það var allt annað líf. Núna er hann með heyrnarhlífarnar tilbúnar en finnst þetta annars bara spennandi. Í fyrra reyndi hann að loka sig frá hávaðanum úti (hér er sprengt eiginlega non-stop frá hádegi 28. des. þegar byrjað er að selja og fram á þrettándann) með því að grúfa sig ofan í leik. Núna hleypur hann út í glugga að fylgjast með.
Það á eftir að verða í góðu lagi með þennan stúf.
Athugasemdir
Það verður í fínu lagi með gorminn þinn. Það er auðvitað ekki gott að vera illa við flugelda þegar maður býr í Eyjum. NB! hvaða módel ertu (ef ég má spyrja)
Jóna Á. Gísladóttir, 2.1.2008 kl. 19:22
Já Jóna, það er jafn slæmt að vera illa við flugelda þegar maður býr í Eyjum eins og að vera flughræddur (sem ég er ekki) eða sjóveikur (sem ég er).
Ég er 67 módel
Guðrún Jónsdóttir, 3.1.2008 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.