Ég er að velta fyrir mér.....

... ef sonur minn fer nú að sýna erfiða hegðun sem rekja má til fötlunar hans, getur Grunnskóli Vestmannaeyja ákveðið að hann eigi ekki lengur rétt á skólavist þar, heldur eigi hann að fara í sérskóla?  Á ég þá að senda hann með Herjólfi á morgnana og hann kemur til baka kl. 23.00 á kvöldin eða yrði fjölskyldan flutt nauðungarflutningi á höfuðborgarsvæðið?

 

Nei var bara svona að velta því fyrir mér hvað gæti verið framundan..... hvar liggja mörkin?


mbl.is Bærinn gat neitað stúlku um skólavist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hvernig sný ég mér, þar sem við búum í Bolungarvík, Ekki það að flugsamgöngur séu til fyrirmyndar frá Ísafirði til Reykjavíkur svo ég geti sent hann í Öskjuhlíðarskóla.

Þetta er bara fáranlegur dómur og er fordæmisgefandi fyrir fordómafull sveitafélög sem ekki hafa vilja til að sinna fötluðum börnum og þykir það dýrt.

Stelpan verður að áfría til mannréttindadómstólsins í strassburg.

kv. Auður sem á fatlaðan son. 

Auður Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 20:30

2 Smámynd: Ásta Hrönn

Jæja krakkar mínir. Nú skulum við aðeins róa okkur í ofsaviðbrögðunum. ALLIR eiga jafnan rétt til náms við hæfi. Þessari stúlku hentar betur að vera í skóla með sérúræði þar sem hún fær sérhæfða aðstoð og þá athygli sem hún þarfnast. Á hún ekki rétt á því? Hin börnin í skólanum sem foreldrar hennar heimta að hún fái að stunda eiga rétt á að fá einhverja athygli á meðan kennslu stendur. Með einstakling sem þarf svona mikla athygli minnkar athyglin sem er eftir fyrir hina í bekknum. Á stórReykjarvíkursvæðinu eru önnur úrræði sem henta þessari stúlku betur, á hún þá ekki rétt á að ganga í þann skóla? Úti á landi þar sem svona sérskólar eru ekki til taks þá er ekki annað hægt en að allir séu saman í skóla. Yfirleitt er það líka auðveldara þar sem nemendur eru færri.  Vona að ég hafi gert mig skiljanlega í þessari færlsu. Meginatriðið er allavega þetta : Á stað þar sem úrræði eru betri heldur en þau sem eru í local grunnskólanum á barnið þá ekki rétt á því að nýta sér það úrræði?

kveðja,

Ásta Hrönn , 14.12.2007 kl. 20:37

3 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Ég hef engar forsendur til að meta þetta einstaka mál, hvað þá að bregðast við því með "ofsaviðbrögðum" Veit ekkert um hvað hefur t.d. farið foreldrum og sérfræðingum á milli.

Ég var einfaldlega að velta fyrir mér fordæmsgildinu.  Þegar búið er að úrskurða að skólum beri ekki endilega að veita öllum skólavist er hægðarleikur fyrir hvaða skólayfirvöld sem er - ef þau vildu - að koma málum þannig fyrir að ekki yrði tekið á hegðunarvandamálum heldur jafnvel ýtt undir þau, þannig að smám saman yrði barninu ekki vært í skólanum. 

Ef barnið mitt væri ekki í frábærum skóla með frábæran kennara og með skilningsrík skólayfirvöld gætu hæglega komið upp þær aðstæður að hann myndi ekki þrífast í bekknum - og það gæti allt eins litið út fyrir að vera barninu "að kenna".  Til að fötluð börn nái að aðlagast og líða vel í skólanum þarf mikinn vilja og vinnu hjá foreldrum og skólayfirvöldum. Ef viljann skortir er fátt eftir.  Mér sýnist þessi dómur gefa viljalausum skólayfirvöldum vopn í hendur. Alveg sama hvort þeir eru á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni.

Fordómarnir eru enn gífurlegir í garð fatlaðra, eins og best sést á sumum athugasemdum á moggabloggi (er ekki að vísa til þín Ásta Hrönn).

Guðrún Jónsdóttir, 15.12.2007 kl. 09:22

4 identicon

Tek heilsuhugar undir orð nöfnu minnar, þetta mál er alls ekki einfalt og er sett upp hérna ... mér finnst alveg nauðsynlegt að gleyma ekki að það eru fleiri hliðar á málinu heldur en bara sú sem kemur fram hér á blogginu og í fréttinni!

Ásta (ókunn) (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 15:45

5 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Enda skrifa ég orðrétt: Ég hef engar forsendur til að meta þetta einstaka mál.

Ég er að skrifa um hugsanlegt fordæmisgildi þessa dóms - nokkuð sem hvert einasta foreldri fatlaðs barns hlýtur að (mega) velta fyrir sér. 

Guðrún Jónsdóttir, 15.12.2007 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband