Af gömlum og góðum bíómyndum.

Ég keypti mér dvdmynd á Amazon.com. Að vísu gat ég ekki spilað hana í dvd spilaranum mínum út af region vandamáli en ég horfði bara á hana í tölvunni. Þetta er gamla góða ævintýramyndin Labyrinth (Jim Henson). Hún var til á æskuheimili mínu eftir að hafa verið tekin upp úr Rúv og var í miklu uppáhaldi hjá mér og a.m.k. litla bróður mínum. Síðan tók ég óvart yfir hana :(

Það var magnað að horfa á hana aftur.  Meistari Bowie var í hreinskilni sagt reyndar oggulítið hallærislegri núna, með sín fjaðurmögnuðu dansspor í níðþröngum buxum og eighties hárgreiðsluna. En hann er samt alltaf góður. Jennifer Connelly var jafn saklaus og góð og mig minnti og Toby litli alveg sama dúllan. Og stjörnurnar, allar hinar frábæru leikbrúður Hensons, standast alveg tímans tönn þrátt fyrir að vera ekki búnar til í tölvu.

Og boðskapurinn er enn í fullu gildi,

að gefast aldrei upp

að stelpur eru alveg jafn klárar og snjallar og strákar (og tröll)

og að maður óskar þess aldrei aldrei aldrei að tröll taki börnin sín. Alveg sama hvað þau grenja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband