Færsluflokkur: Bloggar
Af greiningum og biðlistum
5.6.2007 | 17:12
Ég var í sl. viku á fjölþjóðlegri ráðstefnu um rannsóknir á einhverfu. Það mætti hæglega draga saman niðurstöðurnar í tvo meginþætti:
a) Foreldrar sem hafa á tilfinningunni að eitthvað sé að hafa oftast rétt fyrir sér og fagfólk er að byrja að gera sér grein fyrir að það á skilyrðislaust að hlusta á foreldrana
b) Snemmtæk íhlutun skiptir meginmáli varðandi framvindu og þroskamöguleika einhverfra barna
Með þetta tvennt í huga er það grátlegt til þess að vita að biðin eftir greiningu hefur verið allt að 3-4 ár á Greiningarstöðina, nóta bene, það er eftir að foreldrar hafa gert viðvart um áhyggjur sínar og sérfræðingar búnir að taka við sér og senda inn umsóknina.
Öll stytting á þessari bið er forgangsmál í samfélaginu og ég fagna því að þetta skuli vera ein af fyrstu ályktunum nýrrar ríkisstjórnar.
Við vorum reyndar heppin, þurftum bara að bíða í 10 mánuði....
![]() |
Fækkun á biðlistum forgangsatriði í aðgerðaáætlun í þágu barna og unglinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af vorfríi og jarðarför forsetakonu
5.6.2007 | 14:17
Ég er í vorfríi, varð að fá svigrúm til að anda. Ná áttum og hvíla mig. Í dag lagði ég mig um miðjan dag með unglingnum mínum. Við vorum bæði hálf svefnlaus eftir ferðahelgi og ég er ennþá mjög þreytt.
Ég hef ekki lagt mig um miðjan dag síðan allir fengu frí til að fylgjast með jarðarför Guðrúnar heitinnar Katrínar forsetafrúar, skömm að segja frá því, en ég sofnaði yfir jarðarförinni í sjónvarpinu.
Fyrirgefðu hr. Ólafur
Og fyrirgefðu Guðrún Katrín
En blundurinn var góður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aldrei að segja aldrei
5.6.2007 | 09:06
Einu sinni ætlaði ég aldrei að fá mér gemsa. Einu sinni ætlaði ég aldrei að fá mér uppþvottavél. Einu sinni ætlaði ég aldrei að fá mér þurrkara. Einu sinni ætlaði ég aldrei að reykja. Og einu sinni ætlaði ég meira að segja aldrei að hætta að reykja.
Og ég ætlaði aldrei að blogga......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)