Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Snjór, snjór, snjór
2.3.2008 | 09:38
Ég er ekki að grínast, það er bálviðri í Vestmannaeyjum. Snjórinn nær hálfa leið upp með veggjum hússins okkar og við erum bókstaflega fennt inni. Og það geisar hríð úti. Ég fæ alveg flassbakk til barnæskunnar þegar skaflarnir náðu upp á þak og við lékum okkur að því að renna okkur af fjárhúsþakinu alla leið niður eða hoppa af hlöðuþakinu í næsta skafl. Bjuggum til snjóhallir og rangala. Kannski maður fari bara í snjógallann í dag og fari í byggingarframkvæmdir. Ef þessi hríð hættir einhvern tímann.
Sko ég er ekki að tala um Siglufjörð eða Dalvík. Ég á heima í Vestmannaeyjum. Þar sem festir aldrei snjó. Hvað er að ske?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)