Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Jólablogg

Sofa. Borða góðan mat. Slappa af. Afstressa sig með tilheyrandi hruni ónæmiskerfisins og heiftarlegu kvefi.  Fá gjafir og hafa fallega hluti og kertaljós í kringum sig.  Ánetjast kæruleysi í hæfilegu magni.  Sofa aðeins meira. Kíkja aðeins í Hressó í hjólatíma og vinna sér inn fyrir einum til tveimur konfektmolum til viðbótar.  Lesa bókina hennar Erlu Bolla.  Geta ekki ákveðið sig hvað á að gera í skólamálunum.  Borða bara aðeins meira, jafnvel fá sér eitt rauðvínsglas.  Og fara svo að sofa.

 


Hér sé stuð. Sigrún stuð.

Ég ætla rétt að "vona" að allir séu búnir að skoða umtöluðustu bloggsíðu vefheima í Eyjum þessa dagana og snilldarfærslu hennar um Herjólf og hvali:

 http://sigrunstud.blog.is/blog/sigrunstud/

 Ég leyfi mér að endurtaka það sem ég sagði á fésbókinni;

Sigrún þessi er líklega velheppnaðasta internettröllið í sögu veraldarvefsins. Hún er álíka stereótýpa 101 liðsins og Magnús bóndi í meðförum Ladda var/er fyrir afdankaða afdalabændur. Ég neita sem sagt að trúa því að þessi manneskja sé til í raun og veru. En ef hún er til, endilega á þing með hana! Upp á borðið með þetta allt saman :).

 

Annars vorum við hjónakornin að koma úr fimmtugsafmæli sr. Kristjáns, yndisleg stund með skemmtilegu fólki.  Takk fyrir okkur kæru hjón. Og krakkarnir þeirra auðvitað líka, takk takk :)

Í morgun fór ég í Landakirkju og kvaddi Jónu Ólafs, yndislega konu og samstarfsfélaga. Það var erfitt. 

Man.Utd. hafði þetta á lokamínútunni gegn liðinu mínu.  Húsbandinu og Daníel til mikillar ánægju og ég verð að segja að mér létti talsvert, heimilisfriðnum borgið.  En okkar tími mun koma Sunderland :)

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband