Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Jólablogg
26.12.2008 | 20:49
Sofa. Borða góðan mat. Slappa af. Afstressa sig með tilheyrandi hruni ónæmiskerfisins og heiftarlegu kvefi. Fá gjafir og hafa fallega hluti og kertaljós í kringum sig. Ánetjast kæruleysi í hæfilegu magni. Sofa aðeins meira. Kíkja aðeins í Hressó í hjólatíma og vinna sér inn fyrir einum til tveimur konfektmolum til viðbótar. Lesa bókina hennar Erlu Bolla. Geta ekki ákveðið sig hvað á að gera í skólamálunum. Borða bara aðeins meira, jafnvel fá sér eitt rauðvínsglas. Og fara svo að sofa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér sé stuð. Sigrún stuð.
6.12.2008 | 19:37
Ég ætla rétt að "vona" að allir séu búnir að skoða umtöluðustu bloggsíðu vefheima í Eyjum þessa dagana og snilldarfærslu hennar um Herjólf og hvali:
http://sigrunstud.blog.is/blog/sigrunstud/
Ég leyfi mér að endurtaka það sem ég sagði á fésbókinni;
Annars vorum við hjónakornin að koma úr fimmtugsafmæli sr. Kristjáns, yndisleg stund með skemmtilegu fólki. Takk fyrir okkur kæru hjón. Og krakkarnir þeirra auðvitað líka, takk takk :)
Í morgun fór ég í Landakirkju og kvaddi Jónu Ólafs, yndislega konu og samstarfsfélaga. Það var erfitt.
Man.Utd. hafði þetta á lokamínútunni gegn liðinu mínu. Húsbandinu og Daníel til mikillar ánægju og ég verð að segja að mér létti talsvert, heimilisfriðnum borgið. En okkar tími mun koma Sunderland :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)