Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Tjáningarþörfin tekur sig upp á ný....

...bara af því að ég á að vera að lesa undir próf.... ungi litli með Söru Sjöfn liðveislunni sinni í sundi og bíó og nógur tími til að stúdera Bourdieu, Foucault og Sigrúnu Júl.

Hef verið að spá í einhverfunni.  Ætli þetta sé ekki mögulega erfiðasta og jafnframt "besta" fötlunin sem barnið manns gæti verið haldið?  Þetta er svo on-off dæmi eitthvað.

Hvernig getur staðið á því að gullfallegur, yndisblíður krakki sem stundum á sín ótrúlegustu heimspekipælingamóment getur snúist upp í óviðráðanlegan prakkara sem ræðst á önnur börn og kyssir þau eða jafnvel sleikir, sem fiktar í búðarkössum, slekkur á öllum tækjum sem hann kemst nálægt og opnar bílhurðina á ferð - af því að "ég verð að prófa!"?

 Hvað í ósköpunum fer fram í höfðinu á litlum angalanga sem verður að fá að ráða en skilur ekki lógíkina í heiminum í kringum sig? 

Hvaðan fær hann orku til að endast lengur en mamma sín í rökræðum um það að þúsund komi strax á eftir hundrað af því að þá bætist við næsta núll? Og af hverju kostar það svona ótal mörg tár og grátur að hafa rangt fyrir sér?

 Hvernig á þér eftir að farnast litli gullmolinn minn, í þessum heimi sem byggður er fólki sem finnst að allir eigi að vera eins?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband