Gaui bæjó

Guðjón Hjörleifsson var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum til nokkuð langs tíma, eða í heil þrjú kjörtímabil og þegar hann hætti loks þá tóku við svo tíð bæjarstjóraskipti að það minnti helst á nýafstaðinn farsa í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Hann skokkaði þá inn á Alþingi til skamms tíma en hann er alltof góður fyrir þann sirkus Whistling

Þessi söngur var saminn í eitt skiptið sem við "reyndum" að kveðja hann. Auðvitað urðum við að halda kveðjupartý fyrir hverjar kosningar, ef hann skyldi nú tapa og hætta.  Þetta var líklegast samið vorið 1998 og gott ef ég reyndist ekki bara forspá þarna í lokin því í dag rekur Gaui fasteigna- og skipasöluna Heimaey, að ógleymdum Gleðibanka Vestmannaeyja Cool

Þetta lag er að sjálfsögðu sungið við Maístjörnuna!

 

 

Vaff-stjarnan

 

Ó hve létt er þitt skóhljóð

og hve lengi ég beið þín

en svo léttist loks lundin

er þú lítur til mín

En þá gólar þinn gemsi

og það er ekkert grín

að reyna að keppa við farsíma

þú ert horfinn úr augsýn

 

Það eru erfiðir tímar

allir fluttir á brott

nema Oddur og Eggert

þeim finnst framtíðin flott

og þó stofnir þú ÚV

alls kyns útgerðarplott

þá kann enginn það að meta

það sem þú þeim gerir gott

 

En í kvöld lýkur vetri

sérhvers vinnandi manns

og nú bráðum skín Vaffið

Gerða býður í dans

Og ef Vaff- listinn vinnur,

Gaui hefur þann sjans

að skipta sjálfur bara um skoðun,

fara' í fasteignasölubrans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég upplifi svo ljúfar minningar þegar ég les ljóðin þín og þá sérstaklega þau sem ég man eftir.

Ertu að reyna að láta mig sakna ykkar ennþá meira en ég geri?

Hvernig væri að skella í stelpupartý með vorinu og bjóða mér og Heru og jafnvel fleirum til Eyja og rifja upp hvað við erum skemmtilegar.

Kristín Jóna (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband