Til Kristínar Eggertsdóttur

Kristín Eggerts vann í fjölmörg ár í Ráðhúsi Vestmannaeyja, að mestu við bókhaldsdeildina. Kristín var sjarmerandi og hörkudugleg kona og gerði mikið fyrir móralinn á vinnustaðnum. Þessi söngur var saminn til hennar þegar hún flutti sig yfir Stakkagerðistúnið yfir í Sparisjóðinn. Hann skýrir sig sjálfur.

Kristín lést í fyrra eftir erfið veikindi.  Heart

 

Kveðjusöngur Kristínar (Að lífið sé skjálfandi...)

Hún Kristín er komin í Sparisjóð

Hún Kristín, alltaf svo sæt og góð

Við syrgjum það að hún burtu fór

og segjum öll svo í einum kór:

            Mikið lifandi skelfingar ósköp og undur, söknum við þín nú Kristín mín

            Mikið lifandi skelfingar ósköp og undur, söknum við þín nú Kristín mín

 

Hjá okkur kviknaði eitt sinn von

að kæmi hér Guðjón vor Hjörleifsson

að færa okkur jakka og buxnapar

því ákveðin Stína í þessu var

            Mikið lifandi skelfingar ósköp og undur, söknum við þín nú Kristín mín

            Mikið lifandi skelfingar ósköp og undur, söknum við þín nú Kristín mín

 

Nú telja má tálvon og vafasamt

að takist að fá þennan fataskammt

því Kristín er farin á aðra vakt

hún fékk þar svo þrælfína buxnadragt

            Mikið lifandi skelfingar ósköp og undur, söknum við þín nú Kristín mín

            Mikið lifandi skelfingar ósköp og undur, söknum við þín nú Kristín mín

 

Og hver mun hér teningum kasta nú

með Áka í hádegi og hana nú

Já, vandfyllt verður víst vinnan sú

sem vann af hendi sú góða frú

            Mikið lifandi skelfingar ósköp og undur, söknum við þín nú Kristín mín

            Mikið lifandi skelfingar ósköp og undur, söknum við þín nú Kristín mín

 

Þó þykir það sýnt að hér sakni helst

sá sem með henni sat hér mest

Nú verður að sættast við annan sið

hann Maggi og eiga við Önnu Frið

            Mikið lifandi skelfingar ósköp og undur, söknum við þín nú Kristín mín

            Mikið lifandi skelfingar ósköp og undur, söknum við þín nú Kristín mín

 

 

 

           


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband