Páll Einarsson kvaddur
4.10.2008 | 18:35
Starfsfélagi minn, Páll Einarsson fjármálastjóri (áður fyrr bæjarritari til margra ára) kvaddi vinnustaðinn á miðvikudaginn. Hann fékk köku og brauðtertu (og við hin auðvitað líka), fallegt málverk frá Vestmannaeyjabæ og kveðjugjöf frá okkur starfsmönnum (úttekt í golfverslun ).
Það er eftirsjá að Palla, við erum búin að þekkjast í ansi mörg ár. Svo ég kvaddi hann með eftirfarandi ljóði:
Ég er svo hissa á því að þú sért hættur
Ég hefði viljað hafa þig
Hvernig verður skaði þessi bættur?
Ég hreinlega er að missa mig
Ég hef þekkt þig alveg hérna síðan
seint um síðastliðna öld
Og synt hef með þér strauminn stríðan
og stútað með þér brennivíni um kvöld
Og stundum varstu mig að pirra
svo stóð ég steinhissa og bit
En samt mér finnst það vera firra
að farir þú á farfuglanna vit
Ég er svo undrandi að þú skulir velja
óvissu í staðinn fyrir mig
Ég er agndofa eins og úrill belja
En það verður hver að velja fyrir sig
Ég er svo hissa á þvi að þú sért hættur
Ég hefði viljað hafa þig
Það hljómar í hausnum á mér laglína með þessu ljóði en ég lagði ekki í að syngja það fyrir hann kl. 10 að morgni. Ég hlýt að hafa stolið því einhvers staðar því ég er ekki vön að semja lög. En ég geymi það samt til betri tima.
Ég ætla smám saman að tína hér inn ljóð sem ég hef bögglað saman undanfarin ár
Athugasemdir
Skemmtilegt ljóð hjá þér, ég hefði nú verið til í að koma og syngja það með þér fyrir Palla, því ég á sko líka eftir að sakna hans sem kúnna hjá okkur.
Gaman að fá að vita loksins að þú bloggir, verðum að fara að hittast svo, maður gefur sér aldrei orðið tíma til að heimsækja fólk, ekki einu sinni svona skemmtilegt fólk eins og þig.
Kristín Jóna (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.