Það sem upp á vantar...

Ég held að með Olweusar áætlunum sé farið að vinna ágætlega úr eineltismálum í grunnskólum landsins - þegar þau komast upp.  Kannanir sýna (a.m.k. hér) að dregið hefur úr einelti síðan farið var að vinna með Olweus.

Það sem upp á vantar og hefur gleymst... er að það þarf að hjálpa þeim sem lenda í einelti til að vinna úr þeirri reynslu. Það er ekki nóg að stöðva eineltið og svo eiga allir bara að vera vinir þar eftir.

Þeir sem verða fyrir einelti stríða við afleiðingar löngu eftir að því lýkur. Ef ekki er unnið úr því á réttan máta getur það haft mjög alvarlega hluti í för með sér.

Ég er hrædd um að þennan pakka vanti í áætlunina og hef verulegar áhyggjur af því.


mbl.is Ætlaði að pynta þau og drepa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála !

Edda (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband