Það sem ekki má...

Það er margt sem mann langar að blogga um.  Af augljósum ástæðum gerir maður það ekki.

Ég reyni að stilla frásögnum af heimilisfólki í hóf. Vissulega hef ég sagt frá einhverfu stúfsins míns en reyni að gera það á hófstilltan hátt. Hann veit sjálfur að hann er einhverfur og við ræðum það oft að sumir þættir hegðunar hans og liðanar eigi rót sína í einhverfunni.

Mig myndi langa að segja sögu af slæmu einelti í grunnskóli en af tillitsemi við viðkomandi þolanda sem er mér vægast sagt mjög tengdur geri ég það ekki. En ég er á leiðinni að senda söguna til Ingu Baldurs.  Allir að styðja landssamtökin hennar http://ingabaldurs.blog.is/

Mig langar að svara fólki á blogginu sem fullyrðir að allir félagsráðgjafar og starfsmenn barnaverndarnefnda séu með hafragraut í heilastað. En ég er ekki í vinnunni núna svo ég geri það ekki.

Og af augljósum ástæðum tala ég ekki um vinnuna mína nema á mjög almennan máta.

Held að það sé ágætis vinnuregla að skrifa um það sem ég myndi án hiks tala um við kvöldverðarborðið en e.t.v. jafnvel pússa það dálítið til. Maður lætur kannski eitthvað flakka í þröngum hópi sem ekki á erindi á veraldarvefinn.

Vona að ég hafi ekki brotið þá reglu hingað til.

 Gústi minn er í Þorlákshöfn um helgina, á Landsmóti Lúðrasveita. Sakna hans, eins og alltaf þegar hann er í burtu. Ég vil hafa unglinginn minn heima um helgar. Eigingjarna mamma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband