Mánudagslegur sunnudagur
21.9.2008 | 19:06
Það er mánudagur í mér í dag. Of margt ömurlegt í gangi til að þetta geti flokkast sem sunnudagur.
Veðrið er hundleiðinlegt en ég er að reyna að hemja neikvæðnina. Unglingurinn minn er farinn að gera grín að mér. Í gær sagði hann: "Það eina sem er meira einkennandi við haustið en skólabyrjun, æfingapása í fótboltanum og vonda veðrið er þetta: nöldrið í mömmu yfir veðrinu".
Mér leiðist að þurfa að nota alla laugardaga og alla sunnudaga í að læra. En ég á ekki aðra kosti. Þó ég hafi leyfi yfirmanns til að stunda nám með vinnunni er svo brjálað að gera að ég hef engan möguleika að læra í vinnunni. Ég get því sáralítið verið með ormagormunum mínum, sendi þann litla til frænda síns í næstum allan dag á meðan unglingurinn tiplaði á tánum í kringum mig og baðst velvirðingar á því að yrða á grimma, annars hugar móður sína. Skyldi annars vera fræðilegur möguleiki á því að ná aðferðafræðikúrs á framhaldsstigi í Háskóla eingöngu með því að lesa námsefnið (fyrirlestrarnir eru ekki teknir upp )? Og ekki langar mig að þvælast til Reykjavíkur í þessu veðurfari. Nei annars, ekki nöldra yfir veðrinu.
Allar myndirnar mínar frá þessu ári eru horfnar úr tölvunni og ég var ekki búin að senda þær í framköllun. Allar myndirnar frá Kanarí, systkinamótinu í sumar, þjóðhátíðinni. Einu myndirnar sem eru eftir eru þær sem eru hér á bloggsíðunni. Langar að skæla.
Mikið er lífið annars yndislegt. Ég á þak yfir höfuðið og yndisleg börn.
Athugasemdir
Það er bara svona. Það þarf ekki að vera bara neikvætt við að skreppa suður í rigninguna? Ertu búin að sjá Mamma Mia? Kemur sólskini og brosi og jákvæðni í hvert hjarta. Láttu heyra í þér ef þú hefur áhuga.
Kv.
Sigga Gróa
Sigga Gróa (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.