Snökt
20.8.2008 | 13:26
Gamli vinnustaðurinn minn.
Ekki að ég hafi unnið þar mjög lengi, var þar í nokkrar vikur, sumarið '86 að mig minnir.
Ágætis vinnustaður og margar skemmtilegar minningar.
Kom hins vegar ekkert oft sem kúnni þangað, þá fór maður oftar í Staðarskála. Sem brátt heyrir líka sögunni til. Stutt er síðan ég kom síðast í Staðarskála en líklega nokkur ár ef ekki áratugur síðan ég átti leið í Brúarskála.
Það verður gaman að koma í nýjan veitingaskála en undarlegt að keyra aðra leið inn í Hrútafjörðinn.
Brúarskáli í Hrútafirði rifinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þetta er skrítið. Þeim fer fækkandi vegasjoppunum. Blönduskáli eða hvað hann hét aftur líka horfinn. En ég verð að viðurkenna að ég sé einna mest eftir Botnsskála í Hvalfirði þó að hann hefði í sjálfu sér verið sísta sjoppann að þá var bara staðurinn svo fallegur sem hann var á. Fór að honum í fyrravor og þetta er bara hjallur núna sem er búið að loka fyrir og engum til prýði því miður.
Sigurbjörn Arnar Jónsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 13:37
Nú hverfur allur sjarmi yfir þessu, þegar Enn einn opnar nýja skálann.
Þá hættir maður að stoppa, og brunar bara beint í Eyjanesið. Og í bakaleiðinni þá er það auðvitað Hreðavatnsskáli...eða þangað til Enn einn yfirtekur hann.
Þröstur Unnar, 20.8.2008 kl. 14:40
Sammála verður skrítið en þvílíkur munur að reka heim úr réttunum. Ég var að svara spurningunni þinni um hljómsveitina. Þekki þig greinilega aðeins ennþá þó við hittumst ekki oft. Nú er ég að fara að vinna niðri í bæ ef þú ert á fundi þar einhvern tímann.
Sigga Gróa (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 14:59
He he, ég var líka að vinna í Botnsskála. Fór stundum í gönguferðir upp í fellið, virkilega fallegt þarna (þó skálinn hafi nú verið sona og sona).
Þröstur, er ekki langt síðan Enn einn tók yfir Staðar-Brúarskálaapparatið? Eiga þessir olíufurstar ekki allt nú orðið? Annars erum við búin að plana þetta sko, þegar við verðum öll systkinin komin með bústað á Eyjanesi þá verður auðvitað opnuð þjónustumiðstöð og sjoppa þar.
Hey fröken Sigríður Gróa! Need your e mail. Póstaðu á gjon@internet.is.
Guðrún Jónsdóttir, 20.8.2008 kl. 15:17
Er verið að N1væða allt, byggja eftir alþjóðastöðlum? Þetta er ekkert skemmtilegt lengur.
Villi Asgeirsson, 20.8.2008 kl. 15:18
Brúarskáli rifinn! Tja, ég segi nú bara: Good riddance to bad rubbish!!
Rúmræfill (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.