ÁFRAM RSK!!!!
11.8.2008 | 17:14
Helgin var snilld og ekkert nema snilld. Á föstudagsmorgni langaði mig hreinlega ekki að leggja af stað í Herjólf og var að reyna að upphugsa afsakanir fyrir því að mæta ekki. Hafði þó verið svo sniðug að koma í veg fyrir slík undanbrögð með því að mæla mér mót á föstudeginum við hana Anni Haugen sem ætlar vonandi að vera mastersleiðbeinandinn minn og við fundum í sameiningu frábæra hugmynd að rannsóknarverkefni.
Jæja, komin upp á land svo það var ekkert hægt að hætta við og við Adda lögðum af stað um fimmleytið svo við fengum allan mótspakkann. Ég hafði kviðið því talsvert að hitta þarna mestmegnis "aðalinn" úr skólanum, þ.e. krakkana sem voru 17-19 ára á þessum tíma meðan krakkaskítar eins og ég og Adda vorum bara rétt fermdar. Það voru óþarfa áhyggjur, við kynntumst bara öll upp á nýtt og þegar við vorum nokkurn veginn búin að bera kennsl á hvert annað var eins og við hefðum öll sömul verið saman í saumaklúbb undanfarin 28 ár.
Það er svo margt sem stendur upp úr, ratleikurinn, að væflast um gömlu húsakynnin með fiðring í maganum og í nostalgíuvímu, kvöldvakan var algerlega frábær og ég er enn að hlæja að atriðinu sem hefði átt heima í gömlu góðu Funny movie myndinni, þar sem Jón Þór brá sér í hlutverk bolta. Auðvitað saknaði maður margra, hefði til að mynda viljað hitta eitthvað af kennaraliðinu og svo voru ekki margir úr gömlu góðu "klíkunni" okkar, í raun bara við Adda og Beggó en það var sko ekki verra að hitta þau og auðvitað alla hina.
Ég er enn með ljúfsáran sting í hjartanu og sælubros á vör. Vona að leikurinn verði endurtekinn, ja alla vega innan við 30 árin að þessu sinni
Í huga mér hljómar hið gullfallega lag Hippabandsins, Geng hér um. Textinn er hér að neðan, hann virkar kannski ekkert sem tær snilld við fyrstu sýn en lagið er gullfallegt (það er hægt að hlusta á það á Reykjaskólasíðunni sem er í bloggvinalistanum mínum).
Tár og bros, knús og kremj til ykkar allra, ekki síður þeirra sem ekki voru en koma sko örugglega næst
Ég geng hér um á götum bæjarins
á slitnum skóm og röfla við sjálfan mig
það er svo margt sem að hugsa ég
er ég geng hér um á götum bæjarins
Ég heyri fuglana syngja
ég heyri bjöllurnar klingja
er ég geng hér um
á götum þessa bæjar
já því að fuglarnir syngja
er ég geng hér um
einmana á götum þessa bæjar.
Ég er yfirgefinn, undirgefinn allstaðar
enginn talar við mig, lítur við mér neins staðar
því ég hef enga vinnu, slæpist bara
og geng hér um
eins og dauður hlutur í slitnum gúmmískóm
Ég heyri fuglana syngja
ég heyri bjöllurnar klingja
er ég geng hér um á götum þessa bæjar
já því að fuglarnir syngja
er ég geng hér um
einmana á götum þessa bæjar
Athugasemdir
Sælar og takk fyrir síðast,
Takk fyrir Anni Haugen! Það var eins gott að þú komst, frábært að kynnast ykkur fermingarbörnunum aftur
Kærar kveðjur
Sigga Snæ
Sigríður Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 21:54
Takk fyrir helgina mín kæra og takk fyrir allar myndirnar og komment á undirbúningstímanum . Ég sá færsluna þín og skrifaði blogg um diskinn hans Ragga Kalla. Nú getur þú eignast hann með því að setja þig í samband við strákinn.
Sjáumst vonandi sem fyrst aftur.
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982, 12.8.2008 kl. 22:41
Takk fyrir sömuleiðis Sigga og Herdís.
Enn og aftur hjartans þakkir til ykkar í undirbúningsnefndinni (og aðstoðarmanns aðals!) fyrir að leggja þessa vinnu á ykkur fyrir okkur hin.
Guðrún Jónsdóttir, 13.8.2008 kl. 09:50
Takk fyrir síðast, ég er enn brosandi yfir þessu móti eins og þu greinilega.
Kær kveðja, Imba
Imba (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 00:03
Já takk sömuleiðis Imba, það var extra gaman að hitta þig, verandi gamall skólafélagi frá tveimur skólum
Gaman væri nú ef einhver frá Króksárunum tæki að sér að gera reunion fyrir skólaárin þar!
Guðrún Jónsdóttir, 14.8.2008 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.