Af greiningum og biðlistum

Ég var í sl. viku á fjölþjóðlegri ráðstefnu um rannsóknir á einhverfu.  Það mætti hæglega draga saman niðurstöðurnar í tvo meginþætti:

a) Foreldrar sem hafa á tilfinningunni að eitthvað sé að hafa oftast rétt fyrir sér og fagfólk er að byrja að gera sér grein fyrir að það á skilyrðislaust að hlusta á foreldrana

b) Snemmtæk íhlutun skiptir meginmáli varðandi framvindu og þroskamöguleika einhverfra barna

 Með þetta tvennt í huga er það grátlegt til þess að vita að biðin eftir greiningu hefur verið allt að 3-4 ár á Greiningarstöðina, nóta bene, það er eftir að foreldrar hafa gert viðvart um áhyggjur sínar og sérfræðingar búnir að taka við sér og senda inn umsóknina.

Öll stytting á þessari bið er forgangsmál í samfélaginu og ég fagna því að þetta skuli vera ein af fyrstu ályktunum nýrrar ríkisstjórnar.

Við vorum reyndar heppin, þurftum bara að bíða í 10 mánuði....


mbl.is Fækkun á biðlistum forgangsatriði í aðgerðaáætlun í þágu barna og unglinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband