Af vorfríi og jarðarför forsetakonu

Ég er í vorfríi, varð að fá svigrúm til að anda. Ná áttum og hvíla mig.  Í dag lagði ég mig um miðjan dag með unglingnum mínum.  Við vorum bæði hálf svefnlaus eftir ferðahelgi og ég er ennþá mjög þreytt.

Ég hef ekki lagt mig um miðjan dag síðan allir fengu frí til að fylgjast með jarðarför Guðrúnar heitinnar Katrínar forsetafrúar, skömm að segja frá því, en ég sofnaði yfir jarðarförinni í sjónvarpinu.

Fyrirgefðu hr. Ólafur

Og fyrirgefðu Guðrún Katrín

 

En blundurinn var góður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband