Myndir frá systkinamótinu eru komnar inn :)

Við fórum fyrir hálfum mánuði á heimaslóðir til að hittast, systkinin. Erum að reyna að koma okkur upp hittingavenju, hittast lágmark 1x, helst 2x á ári og þá a.m.k. í annað hvert skipti með börnunum.

Að þessu sinni voru Bibbi og Sigrún í Eyjanesi, ásamt bústaðsbúunum Bjarna og Hafdísi gestgjafar.  Þrátt fyrir talsverða úrkomu var ekki mikill vindur og tjöldin láku ekki neitt.  Fengum svo sól og blástur á sunnudagsmorguninn svo allt var tekið þurrt niður.

 Þetta var eins og alltaf, óviðjafnanlega gaman og ekki síst fyrir krakkana. Svo er alltaf svo heilandi að flækjast á heimaslóðir, ráfa um þúfurnar þar sem maður lék sér sem krakki, skoða gömlu traktorana og Landroverinn gamla sem var einmitt bíllinn sem ég lærði fyrst að keyra.

 Setti inn í albúmið nokkrar vel valdar myndir ef ættingjarnir skyldu slysast inn á síðuna :) 

 

(Skamm Þröstur. En þú kemur bara næst).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Jebb ég veit.

Hræðilegt að horfa á svona matarborð án þess að eiga rönd við reist.

Þröstur Unnar, 27.7.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband