Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Já, á ég að blogga hér?

Það verður að segjast eins og er að feisbókin hefur verulega seðjað tjáningargleði mína að undanförnu en kannski er kominn tími á smá færslu hér.

Mér líður allvel.  Kannski vegna þess að ég hef það sem af er árs haldið mig alfarið á eyjunni góðu. Ég er enn furðu lostin á öllum þessum Íslendingum sem hingað til hafa tekið hverju sem er sem að þeim er rétt en eru nú að sýna hegðun sem maður hefur hingað til aðeins séð á Reuters fréttamyndum.

Ekki meir um það. Þetta hlýtur allt að lagast. Og koma í ljós. Og reddast.

Orsök vellíðan minnar er örugglega nýtilkomið jóga.  Ég var svo dugleg að mæta í Body Balance hjá henni Hafdísi fyrir áramót að hún gaf mér eitt stk. jóganámskeið. Þetta er algerlega málið.  Ég elska þetta.

Mæli með þessu fyrir alla.

Nameste!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband