It's alive!

ÉG ER KOMIN Í SUMARFRÍ FRÁ NÁMINU! 

Teningunum er kastað, sendi frá mér prófverkefnin í gær.  Nú er bara að sjá hvort þetta skilar tilætluðum einingum eða hvort ég verð felld á því að hafa sem hópstjóri hópverkefnis flæmt í burtu alla hina meðlimi hópsins svo ég sat ein uppi með súpuna.  Jæja, maður gerir ekki betur en maður getur.

Og ég vaknaði í með þá tilfinningu að ég væri endurfædd, það er líf að loknum skóla. Heilt sumar framundan með ekkert nema 100% vinnu og fjölskyldu. M.a.s. sunnudagaskólinn kominn í frí.

 

Svo mín fór að þrífa. Viti menn.  Hvað haldiði að ég hafi fundið undir stól inni í stofu?

 

Páskaeggjamálshátt.  Blush

 

Voru ekki páskarnir óvenju seint í ár ... eða var það öfugt?  Nei ég veit ekki hvað stóð á honum, hann hvarf upp í ryksuguna.   Örugglega eitthvað kjaftæði eins og "þokka býður þrifin hönd"  Whistling

 

Assgoti er fínt hérna núna. (það er lokað inn á skrifstofu og inn til unglingsins). 

Hvurn fjandann á ég að gera af mér eftir hádegi?

 Já sunnudagaskólinn er svo sannarlega búinn.  Mín farin að blóta  Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er alveg viss um að það var nákvæmlega það sem stóð á páska-eggja-máls-háttar-miðanum

Annars finnst mér nú lítið til koma. Ef ég væri ekki búin að vera með manneskju í þrifunum fyrir mig síðustu mánuði þá myndi ég ryksuga upp jólaskraut, ef ég færi af stað með ryksugu núna

Jóna Á. Gísladóttir, 4.5.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Sko, það er alveg nóg að ryksuga fyrir páska.

Koma so með pistil og sukkmyndir úr Kanarí-ferðinni.

Þröstur Unnar, 4.5.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Jóna mín, það er ekkert langt síðan ég ryksugaði upp afganga af innibombu-konfettí

 Þröstur, þetta kemur allt með kalda vatninu. Það þarf að ritskoða you know.

Guðrún Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband