Til Adda Sigurvins (2003 eða 2004)

Andrés Sigurvinsson, leikari, leikstjóri, kennari með meiru, bróðir besta knattspyrnumanns allra tíma á Íslandi, núverandi verkefnisstjóri íþrótta- forvarna- og menningarmála í Árborg og fyrrverandi framkvæmdastjóri fræðslusviðs Vestmannaeyja er með skemmtilegri mönnum sem ég hef kynnst.

Þetta ljóð var ekki samið til hans sem kveðjuljóð heldur bað hann mig um ádrepu til að nota þegar hann var veislustjóri hjá gleðskap hjá ÍBV að mig minnir.  Á þessum tíma voru efasemdir um að Andrés ætti erindi sem stjórnandi íþrótta- og fræðslumála (um menningarhlutann deildi enginn að hann væri mjög hæfur).  Addi var einn af þeim framkvæmdastjórum sem ráðnir voru í fellibylnum sem geysaði í Vestmannaeyskum stjórnmálum á síðasta kjörtímabili, var sem slíkur umdeildur, en ég held að engum blandist hugur um að hann ýtti af stað nauðsynlegum og þá óvinsælum breytingum sem hafa sannað sig í dag.

Þetta er sem sagt til Adda vinar míns Heart

Að sjálfsögðu er þetta sungið við lagið Göllavísur Cool

 

 

Andrés hann var einn af okkar peyjum

sem aldrei kannski boltafótinn fann

við hæversklega orðum það og segjum

hann ýmsa aðra hluti betur kann

hann ýmsa aðra hluti betur kann

 

Sprelligosi er hann Andrés okkar

að spyrja að ýmsum málum kann hann vel

en stuttbuxur og langir þröngir sokkar

jú það færi honum reyndar nokkuð vel

það færi honum reyndar nokkuð vel

 

Svo það má bara byrja

að spá í það og spyrja

hvort íþróttamál eyjamanna eigi nokkra von

fyrst stjórinn hann er kjáni

jú kannski málin skáni

fyrst kominn er til framkvæmdanna Sigurvinsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, haltu bara áfram að nudda salti í sárin góða mín og láta mig sakna þín ennþá meira með því að setja hér inn svona skemmtileg ljóð.

Ég vann nú ekki með Andrési Sigurvins en veit að hann mjög skemmtilegur maður og hefur ábyggilega haft gaman að koma með svona vísu um sjálfan sig á mót hjá ÍBV.

Og það var þetta með sokkana, ég held nefnilega að ef Andrés hefði fattað hvað hann yrði flottur í sportsokkum þá hefði hann kannski farið í boltann líka en þá hefðum við misst frábærann leikhúsmann.

Kristín Jóna (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Ah, knúsi knús.  Við verðum defffenettlí að fara að gefa okkur tíma yfir hvítvínsflösku

Guðrún Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 15:56

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Svo er hann líka fallegur :)

Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband