Mamma skvísa

Ég var að grafa upp gamlar myndir til að skanna inn og senda inn á Reykjaskólasíðuna (en ef það var ekki komið nógu skýrt fram þá verður Reykjaskóla-reunion í sumar fyrir þá sem voru þar 1980-1982).

Þá fann ég þessa mynd

 

Ég og Magga

 

Þetta er ég (til vinstri á myndinni í bleikum kjól) 15 ára gömul í búningaflippi heima hjá Siggu Gróu vinkonu.  Á þessum tíma var ég hryllilega meðvituð eins og 15 ára krakkar auðvitað eru, uppfull af komplexum og fannst ég vera hryllilega feit.  Þegar ég fann myndina starði ég á hana, vá, hvað ég myndi gefa fyrir að vera með þennan vöxt í dag Pouty

Ég sýndi unglingnum mínum (sem er einmitt rétt að verða 15 ára) myndina í von um upphrópanir og aðdáunarmerki. Hann horfði á myndina, síðan á mig, aftur á myndina og svo aftur á mig.  Í svip hans var hrúga af hneykslun með dash af vorkunnsemi. Svo spurði hann: Hvað vantaði í toppstykkið á þér þarna?

Kannski er mamma bara best eins og hún er. Mjúk með toppstykkið heilt.

Við hliðina á mér stendur hún Magga sem var vinkona og vinnufélagi okkar þetta sumar (1982). Hvar ert þú í dag Magga mín?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Takk Gunna mín þú varst flott og ert ... ég hlakka ekkert smá til að hitta ykkur öll í sumar.

Ég spurði einmitt mína 15 ára hvar ég væri og það tóka hana bara eitt lúkk.. hérna .... sem sé ég hef ekkert breyst (OK í mér) ég hef víst aldrei náð því að vera neitt sérstaklega alvarleg.. trúlega ekki með toppstykkið í lagi eins og þinn sagði .

það verður gaman að sjá hinar myndirnar mín kæra.

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982, 15.6.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband