Manndómsvígsla barnanna

Árlega fer fram í Vestmannaeyjum manndómsvígsla barnanna, þau eru hert þar ár frá ári uns þau verða ónæm fyrir hræðilegum tröllum og púkum. Fyrstu árin dugar að láta þau taka í höndina á tröllunum og jafnvel spjalla við jólasveinana. Upp úr 6-7 ára er málið að reyna að standa það af sér þegar ófreskjurnar koma argandi og gargandi og að reyna að halda aftur af tárunum þegar Grýla og Leppalúði taka í mann og þykjast ætla að stinga manni í pokann. Álengdar standa foreldrar og eldri systkini og hlæja sig máttlaus, ja nema þau foreldri sem reyna að halda aftur af refsigleði forynjanna úr fjöllunum. Allt upp í unglinga er þeim oft ekki um sel þegar ófreskjurnar öskra í áttina að þeim eða elta þau uppi og hrifsa þau til sín.

Í kvöld var þrettándagleði, líklega sú veðurbesta sem ég man eftir, í fyrsta skipti sem tærnar voru ekki við það að brotna af eins og af sjóræningjanum í Pirates of the Carribean og ekki var maður heldur veðurlaminn og rennblautur í framan af rigningu. Yndislegt veður.  Mannfjöldinn ótrúlegur enda ákveðið að hafa gleðina túristavæna í ár og halda hana degi á undan áætlun. Sýningin, bæði flugeldar og forynjur stóðu sig með prýði og Grýla hafði ekki óverdósað á kakóinu í ár.

Og sonur minn stóð sig eins og hetja.  jólogþrettándi0708 049Fyrir tveimur árum og þremur árum strækuðum við á 13.anum því það hefði verið honum tilfinningaleg ofraun. En nývöknuð ástríða fyrir jólasveinum og uppfinning eins og heyrnarhlífar urðu til þess að við getum upplifað þessa eina stærstu hátíð Eyjanna aftur. Í kvöld féll ekki svo mikið sem tár.

Manndómsvígslan var samt ótrúlega mikil.  Fyrst má nefna þessa herramenn sem ruddust yfir bandið sem girðir af hátíðarsvæðið og hnepptu barn og móður í gíslingu. jólogþrettándi0708 052

 

Ótrúlegur fjöldi viðurstyggilegra kvikinda sem margar hverjar virtu ekki einu sinni hið háheilaga band heldur eltu krakkagreyin út um allt.

jólogþrettándi0708 055

Flugeldasýning í hæsta gæðaflokki og þar með talinn hávaði.  Og rúsínan í pylsuendanum, óþokkahjónin foreldrar jólasveinanna.

Leppalúði greip í drenginn og innti hann að nafni. Sá var frosinn og svaraði ekki fyrr en í þriðju atrennu lúðans sem orgaði "HVAÐ HEITIRÐU?!?!"  Þá kom loks svarið "Daníel" í svona málrómi *eins og þú vitir það ekki?* "Já, já, þú ert svo góður" kom hjá Leppalúða og svo var honum sleppt.

jólogþrettándi0708 067

Þá kom heiðurskellan sjálf sem vildi vita hvort hann væri ekki góður. Sem hann gat svarað játandi með tandurhreina samvisku.  Grýla klappaði mömmu á kollinn - sú fékk ekki falleinkunn fyrir ormagorminn. Þar með var stríðið unnið og minn stóð uppi sem sigurvegari.

jólogþrettándi0708 070 

Nú er verið að leika hér á fullu Grýlu, Leppalúða og alla jólasveinana.  Þetta á eftir að endast út þorrann.

 Mamma situr hins vegar og sötrar kakó - nei forláta berjavín frá góðum nágranna Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha yndislegt. Rosaleg hetja er hann.

Ekki hafði ég hugmynd um manndómsvígsluna á þrettándanum

Jóna Á. Gísladóttir, 8.1.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband