Jólafrí!

5 daga frí framundan og ég sit eins og skata uppi í stól.  Er meira að segja einna helst komin á þá skoðun að jólin komi þó ég sitji hérna alla helgina.

En þetta er líka allt að koma.  Ef ég laga til núna þá þarf ég hvort eð er að laga til aftur á morgun og á sunnudaginn en ef ég laga til á morgun er nóg að ég lagi til aftur á sunnudaginn. Að sleppa einni tilltekt er freistandi tilhugsun.  Ég er í spennufalli núna.

Ég upplifði kraftaverkadag í vinnunni.  Jólin eru sannarlega tími kraftaverkanna. Ýmis erfið mál, fjárhagserfiðleikar og samskiptaerfiðleikar fólks fengu allt í einu ótrúlega farsælan endi. Ekki í fyrsta skipti sem málin leysast eins og af sjálfu sér korter fyrir jól.  Ég held að Gabríel erkiengill sé árlegur gestur hjá okkur öllum og þá ekki síst hjá þeim sem standa í hvers kyns basli.

Tölvan mín er full af jólakveðjum frá alls konar fólki sem stendur mér fjær og nær. 

Unglingurinn minn er niðri í bæ á unglingajólaballi .  Unglingurinn sem fór helst ekkert út fyrir rúmu ári síðan hvarf héðan út með hárið vandlega gelað í "do" og í ilmvatnsskýi.

Maðurinn minn kom heim úr borg óttans í gærkvöldi. 

Litli drengurinn minn er að föndra jólasvein handa mömmu.

Gæti lífið verið betra? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband