Tónleikar, nunnur og smiður

Ég var að skutla unglingnum aftur í partý niðri í Skvísusundi.  Þar er heljarinnar grímuball í gangi sem er uppskeruhátíð Lúðrasveitar Vestmannaeyja. Hann var rekinn öfugur heim, grímubúningslaus eins og hann var, svo hann klæddi sig upp sem afi sinn - Gústi Hregg eldri, í vinnugalla og skóm með stáltá og vinnuhanska.  Í anddyri Pipphússins var sægur af nunnum og svo mátti sjá þar líka fjallmyndarlegan hippa.

Unglingarnir fá að vera með fram að miðnætti, auðvitað verða þau að fá að fagna líka.

Styrktarfélagatónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja voru sem sagt í dag og gæsahúðin aðeins að hjaðna hjá mér.  Hvað eftir annað risu hárin á handleggjunum og tárin spruttu fram í augun.  Tónlistin var mögnuð, 40 frábærir tónlistarmenn undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar.  Svo verður auðvitað að viðurkennast að ég var að rifna úr stolti yfir unglingnum en hann og 9 jafnaldrar hans eru nýju vaxtarbroddarnir í sveitinni, brumin sem þarf að hlú að og halda í.  Jarl stendur sig frábærlega í því. Það er ekkert auðvelt að vera unglingur og vera í "nörda"áhugamáli eins og lúðrasveit. Enda er minn ekkert að auglýsa það.  Þið segið engum frá.

Annars er nokkuð til í því sem sagt hefur verið, við Eyjamenn erum nördar.  Hvar annars staðar er vinsælasta íþróttin skák og flottasta hljómsveitin Lúðrasveitin W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það sé nú bara að verða hipp og kúl að vera nörd, á þessum síðustu og verstu tímum.

Áfram Nördar

Kristín Jóna (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband