Meðan smælkið fór í bíó með frændfólkinu

Var góð hugmynd að verja 40 mínútum í smá göngutúr.

Að ganga með kulið í fangið á fallegum en köldum haustdegi, arka niður í Herjólfsdal og svo aðeins meðfram Ofanleitishamrinum

Fékk mig til að stilla mig af og safna orku helgarinnar saman á einn stað

Að horfa á brjálaðan sjóinn lemja klettana, segjandi, ef þú ert ekki að abbast upp á mig læt ég þig í friði

Engir fuglar á ferð en fullt af kolsvörtum krækiberjum sem sögðu við mig, þú misstir af okkur í haust en við komum aftur að ári

Vinaleg andlit fólksins - bæjarbúa, misjafnlega kunnuglegra - sem óku fram hjá í sunnudagsbíltúrnum sögðu mér að við værum í þessu öll saman

Blásturinn í andlitið fékk mig til að fókusa inn á við, finna punktinn innra með mér og allt í einu skipti allt og ekkert  máli

Og ég fann allt í einu

að ég er falleg

að ég er góð

að ég er öflug

 

Þessi náttúra er mögnuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já þessi náttúra er mögnuð

Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband