Sálnaveiðar

Hjá mér bönkuðu í dag tveir myndarlegir karlmenn, töluðu bjagaða íslensku og báðust velvirðingar á því.  Sögðust vera aðeins um skamma stund hér á eyjunni. Báðir voru með svartar velktar bækur í hendi, mikið lesnar biblíur.  Báðu mig um örfáar mínútur til að segja mér frá spádómunum sem væru einmitt að rætast um þessar mundir eins og allir mega sjá og heyra.

Ég hummaði fram af mér, sagðist vera frekar bissí. Vottarnir (þeir kynntu sig ekki sem votta Jehóva en báru það með sér) duttu ekki af baki heldur buðust til að sýna mér ritningarstaði í biblíunni svo ég gæti nú lesið sjálf.  Eins konar heimalærdómur fyrir bissí húsmóður í vesturbænum. Ég hummaði það fram af mér líka, meðvituð um þá lífsreynslu mína að litlifingur í átt að Votta þýðir allur handleggurinn næstu vikurnar.  Hálfvegis skellti hurðinni á myndarlegar ásjónur þeirra.

Armageddon er greinilega hafið og verið að safna saman síðustu villuráfandi iðrandi sálunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband