Don't go wasting your emotions....

...Daníel horfði spenntastur allra heimilismanna á leikinn á móti Hollandi.  Eftir fyrsta markið var hann farinn að tauta í barm sér "Áfram Holland".  Í lokin var hann búinn að ganga í gegnum allt sorgarferlið og orðinn sáttur við niðurstöðuna.

Held að margir Íslendingar tauti í barm sér um þessar mundir "Áfram-eitthvað-bévítans-land-annað-en-þetta-guðsvolaða-skammarlega-sker".

Ég hins vegar hef ekki glatað neinu af minni ættjarðarást.  Ég get ekki séð að Jón Sigurðsson og Jónas Hallgrímsson, Dettifoss og Geysir hafi neitt með hrun fjármálamarkaðarins að gera. Ég neita ennfremur að taka þessa ábyrgð á mig eins og mér sýnist margir landsmenn gera.  Það er talað um að "við" höfum tapað áreiðanleika og mannorði, að "við" verðum að axla ábyrgðina.

Ég ætla ekki að axla neina andskotans ábyrgð á þessu. Þetta er hvorki í mínum verkahring né á minni ábyrgð.  Ég var ekki í neinni fjandans útrás, ég hef aldrei verslað með hlutabréf, ekki er ég í pólitík og ég er ekki einu sinni með bílalán, hvað þá myntkörfulán. 

Ég hef nóg af verkefnum sem ég ber ábyrgð á. Um þetta gildir æðruleysisbænin.

 

... Í dag fór ég að "gráta í rangri jarðarför" eins og Thelma vinkona mín og samstarfskona orðaði það og var reyndar búin að spá fyrir. Þetta er andstyggilegt starf stundum.  Að auki verð ég að fara  að stokka upp í forgangsröðinni hjá mér. Það dugar ekki að varpa ábyrgðinni úr starfinu á börnin mín, ekki frekar en fjármálagúrúarnir mega varpa ábyrgðinni á fjármálakreppunni á mig.

...Svo ég tók ábendingum vina minna og horfði á Mamma mia.  Og fór allmörg ár aftur í tímann og sá mig og Siggu Gróu vinkonu fyrir mér með handþeytara mæðra okkar, dansandi og skoppandi, hún var Agnetha og ég var Anni-Frid.  Það er staðreynd, þessi mynd er á við 4 gleðipillur og 5 grátköst.

...Held ég sé hætt í skólanum í bili, orðin sem sagt temporary graduate drop-out.

...Og á mánudaginn förum við "einhverfubarnaforeldrarnir" í Eyjum í blaðaviðtal í Fréttum. Erum að fara að stofna formlegt félag.  Miklu meir um það síðar.

... lay all your love on me.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyndið, við vorum einmitt að eyða deppunni með því að horfa á Abba videó og Life of Brian (always look on the bright side of life). Kominn tími á gott deja vu.

Sigga Gróa (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 00:58

2 identicon

Sæl Guðrún, gaman að sjá að þú ert komin aftur. Ég er sammála þér að það eiga ekki nærri allir að ásaka sjálfan sig fyrir hvernig komið er, en ég skil að margir eru reiðir og það með réttu. 

Nú er rétti tíminn til að hugsa jákvætt því það er léttara.  

Beggi (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 10:57

3 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

S.Gróa, nákvæmfokkinglega  

Beggi, ég er einmitt miklu meira reið heldur en skömmustufull yfir þessu.  En er að vinna í þessu með jákvæðu hugsanirnar

Guðrún Jónsdóttir, 12.10.2008 kl. 12:35

4 identicon

Hugsaðu jákvætt,  það er léttara. Láttu reiðina rífa þig fram úr og smælaðu framan í spegilinn og heiminn þar fyrir utan . Notaðu reiðina til að hugsa þeim þegjandi þörfina sem um er að kenna en leyfðu þeim aldrei að taka það sem þú EIN átt, en það er gleði þína, hjarta og hlýju sem þú gefur sjálfri þér og öllum þeim sem þér þykir vænt um

Beggi (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 14:24

5 identicon

Þú ert ÆÐI !!! gleymdu því aldrei

Kveðja frá Tanganum, Imba

Imba (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband