31. ágúst 1993....

.... er ástæðan fyrir hinum ljúfsáru minningum (þ.e. sára hlutanum) sem ég skrifaði um í gær.


Fyrir 15 árum síðan kom Jóhanna systir til mín upp á spítala rétt um hádegisbil. Tilefnið var ekki eingöngu að kíkja á litla nýfædda strákinn minn heldur hafði hún fengið það hlutskipti að segja litlu systur sinni að mamma okkar hefði dáið þá fyrr um morguninn.

Mamma var með heilaæxli, líklega afleiðing heilablóðfalls 1976 því hún varð flogaveik í kjölfarið en það uppgötvaðist ekki fyrr en 1990.  Svo á sextugsafmælisdaginn sinn, daginn eftir að hafa eignast sitt 10. barnabarn kvaddi hún þennan heim. Þó ekki fyrr en Ásta systir hafði sagt henni að það væri kominn lítill drengur í Vestmannaeyjum.

Enginn veit hvort hún var að bíða eftir afmælisdeginum sínum til að kveðja eða barnabarninu. Eða hvort þetta var allt saman tóm tilviljun.

Nokkrum dögum síðar sat ég ein heima, var að reyna að strauja barnaföt en aðallega sat ég og hágrét.  Það var verið að jarða mömmu mína norður í Hrútafirði en ég treysti mér ekki svona nýborin og með lítinn angalanga, aðallega treysti ég mér ekki tilfinningalega. Svo ég sat bara ein heima og grét. Og hlustaði á þetta lag:

http://www.youtube.com/watch?v=Ikc29LdXAFY&feature=related

 

Villi var í miklu uppáhaldi hjá mömmu og þá ekki síst þetta lag.

Mamma fær sem sagt netknús dagsins í dag Kissing

 

P.s. lagið er til að hlusta á, þetta vídeóbrot er ekki eftir mig og tengist ekki mér eða minni fjölskyldu á nokkurn hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Þröstur Unnar, 31.8.2008 kl. 10:24

2 identicon

Mamma þín var alveg einstök gæðakona. Stór knús

Sigga Gróa (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 14:51

3 identicon

Stórt knús átti þetta að vera, reyni að senda það frá Reykjavík...

Sigga Gróa (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband