Lokasprettur sumarorlofsins

Það líður að hausti og ég er bara í letikasti í sumarfríi.  Þegar börnin (þ.e. barnið, skítt með unglinginn Tounge) byrja aftur í skólanum get ég farið að mæta aftur í vinnuna. Þangað til ætla ég að leyfa mér að vera löt enda snilldar dugleg í vikunni fyrir þjóðhátíð. Þyrfti samt að klára eitthvað af því sem ég byrjaði á þá eins og að mála ruslatunnuskýlið.

Daníel hundleiðist, enda er mamma hans ekkert skemmtileg til lengdar. Unglingurinn sefur enn fram að hádegi og vakir yfir tölvuleikjum fram á nótt.  Það er ekkert uppeldi á þessu heimili.

Ég komst að því mér til skelfingar á mánudaginn að lykilorðið mitt á vinnuvefpóstinn er útrunnið og ég get ekki breytt því heiman frá mér.  Ég veit að það tístir í elsku samstarfsfólkinu mínu því þau máttu ekki setja inn færslu inn í skjalakerfið án þess að ég væri komin að kíkja. Blush  Nú neyðist ég til að vera í fríi og veit ekkert hvað er að gerast í vinnunni.

Gallinn er þó sá að ég hef of oft notað vinnupóstfangið í öðrum tilgangi. T.d. er það tengt þessari bloggsíðu.

Svo ef einhver skyldi nú hafa lagt fram ósk um að gerast bloggvinur minn, þá er skýringin á tómlætinu ekki hunsun af minni hálfu.  Ég vil örugglega vera vinur þinn InLove 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki bara doltið nauðsynlegt að vera í letikasti af og til í sumarfríinu. ég er búin að vera núna í eina og hálfa viku í fríi og er rétt að hrista af mér slenið núna . Vonandi kemur maður samt einhverju í verk áður en skólinn byrjar aftur .

Adda (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:08

2 identicon

Ég held að það sé nauðsynlegt að leyfa sér að vera í leti öðru hverju. Ég er sjálfur að klára mína 4 viku í sumarfríinu, þó ekki hafi ég legið í leti allan tíman. En ég hef vissulega leyft mér að vera latur öðru hverju, þ.e.a.s. meira en venjulega   legið upp í sófa og glápt á sjónvarpið langt fram eftir þangað til ég er farinn að  í sófanum.

En ég er líka heppinn með að geta fylgst með vinnupóstinum því ég er búinn að vera að vinna í geðveikum  verkefnum í sumar.

Ég verð þó að viðurkenna að mig hlakkar svolítið til að byrja að vinna aftur á mánudaginn  

Beggi (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 22:57

3 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Takk elskurnar, gott að vita að það eru fleiri en ég *stundum* latir

Var annars voðalega dugleg í dag, málaði hálfan helling og fór svo að horfa á unglinginn verja markið í fótboltaleik gegn FH. Með mjög góðum árangri, 6-0

Verð að játa að það fer alveg að líða að því að ég hlakki pínulítið til að mæta aftur í vinnuna. Segi reyndar eins og kennarinn forðum "starfið væri fínt ef það væri ekki allir þessir nemendur" - sko starfið mitt væri verulega fínt ef það væru ekki öll þessi vandamál

Guðrún Jónsdóttir, 15.8.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband