Ég er pirruð

Ég er pirruð þessa dagana. Já gott ef ekki vikurnar.

Það helsta sem pirrar mig:

Það pirrar mig hvað ég er löt.  Ég finn engan drifkraft, öll verkefni framundan kalla á stórt Oh! í huganum.

Það pirrar mig að ég skuli ekki geta haldið áætlun með líkamsrækt 4-5 sinnum í viku. Ef það eru ekki fundir sem dragast von úr viti, þá er það ófærð (já ég veit að strangt til tekið telst það líkamsrækt að eyða hádeginu í að reyna að moka sig út af bílastæðinu), eða yfirgengileg þreyta svo það er ekki vitundarvon að vakna kl. hálf sex og drífa sig út.  Afsakanir afsakanir. Og allur þessi rútínuskortur hefur sömu áhrif á einhverfugenin mín og naglaískur á skólatöflu. Já einhverfugenin mín - þessi sem dorma alltaf í öllum mínum gerðum og líðan (einhver erfði gorminn minn af þessu og ég á væntanlega helmings sök þar á).

Í framhaldi af því þá pirrar það mig hvað ég er ógeðslega feit. Já, það er ekkert orð sem lýsir líkamsástandi mínu betur.  Ég er ekki ánægð með mig.

Ég er pirruð á flensuskít sem stingur sér niður þegar síst skyldi, þegar ég á að vera á áhugaverðri ráðstefnu á fastalandinu.

Ég er pirruð á overloadi af verkefnum sem sér engan enda á.

Ég er pirruð á draslinu og skítnum í húsinu mínu.  Mér leiðast heimilisverk, nei það er ekki satt. Ég hata þau. Hvernig get ég ætlast til að börnin mín vinni þau með bros á vör þegar ég er alltaf eins og þrumuský þegar ég þarf að snerta tusku eða kúst?

Síðast en ekki síst, ég er pirruð á þessum snjó.  Ef ég hefði viljað búa í snjóbæ hefði ég ekki flutt til Vestmannaeyja.  Það hefur verið svindlað á mér

Ég held að þetta síðastnefnda sé grunnurinn að öllum hinum pirringnum. Ég læt veðrið hafa of mikil áhrif á mig.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð Guðrún.

Ég á greinilega að kvelja þig með Herbalife,af hverju annars finn ég síðuna þína á netinu og það fyrsta sem ég les er um pirring,leti og þreytu.Ef þú vilt fá smá ORKUSKOT hringdu þá bara í mig eða sendu mér email.Ég á Herbalife orku TE sem eykur orku,eykur brennslu og er vatnslosandi.Svo á ég Thermo Complet töflur sem auka orku,auka brennslu og minnka nart löngun.

KLveðja Sigrún Herbalife :) s.451-0020 / 867-0467

eyjanes@isl.is

Frí heilsuskýrsla hér:www.heilsufrettir.is/sigrune/healthapplicationPöntunarform hér:www.heilsufrettir.is/sigrune/orderform

sko er búin að koma svona fínni auglýsingu fyrir í skilaboðunum hjá þér.

Sigrún (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ótrúlegt! Eins og að lesa um sjálfa sig. Mér finnst að ríkið eigi að greiða fyrir heimilishjálp hjá konum eins og okkur. Það er mikið dýrara fyrir þjóðfélagið að bíða eftir því að við töpum glórunni.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.2.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband