Jólaköttur og veikindi

Við eigum undarlegan kött. Við ættleiddum hann tæplega árs gamlan og nú er hann á þriðja ári. Ætti að vera stór og stæðilegur fressköttur en er óttaleg písl sem er lagður í einelti af kattatröllunum í nágrenninu. En hann er líka undarlegur karakter. Hann er sá matvandasti sem ég þekki (af öllum dýrum og mönnum) og væri það efni í heila bloggfærslu.  Við höldum stundum að hann haldi að hann sé hundur, honum finnst t.d. mjög gaman að sækja bolta og svo hleypur hann eins og hundur.

Honum er meinilla við breytingar svo þessi tími er erfiður.  Þegar við héldum fermingarveislu heima í vor trompaðist hann. Við urðum að læsa sólhúsinu þar sem við vorum búin að dekka borðin því hann stökk upp á borðin, klóraði göt á dúkana og henti skrautsteinunum út um allt.

Í desember er hann búinn að vera með eyrun meira og minna afturstæð. Hann þolir ekki þessi jólaljós, hann þolir ekki jólagardínurnar í eldhúsglugganum (erfiðara að fara út núna?), hann lítur tréð illu auga en þorir samt ekkert að gera við það.  Hann er dúlla þessi köttur.

Annars er Daníel búinn að vera lasinn, var allt í einu svo kalt í gær og lagðist upp í rúm með 39 stiga hita og svaf þar frá 15-20. Virðist stálsleginn núna, er farinn að tína kúlur upp á tréð og grátbiður mömmu um að koma að lita Kertasníki.

Ég er að spá í hvort við ættum kannski að kíkja í sunnudagaskólann (hina vinnuna mína). Dauðlangar að hitta vinina mína þar stóra og smáa og syngja með þeim nokkur jólalög svona korter fyrir jól. Örri (sr. Guðmundur Örn) segir að það verði örugglega fámennt og notalegt því það gleymdist að auglýsa sunnudagaskóla á Þorláksmessu.

En ég vil ekki fara án Daníels - en á ég að leyfa honum að fara með mér?? 

 Erfið ákvörðun....Ég vildi stundum að ég væri köttur. Það er sjálfsagt erfitt stundum en ákvarðanirnar eru a.m.k. einfaldari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband